Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 76
74
Höskuldur Þráinsson
en nafn merkir eina.“ (Ólafur Þórðarson 1927:37). Ólafur nefnir sér
og mér sem dæmi um fomöfn (1927:31) en fjallar ekki sérstaklega um
tilvísunarorð.
Hér á eftir verður greint frá því hvað nokkrir málfræðingar hafa haft
að segja um íslensk tilvísunarorð, m. a. til þess að sýna að skoðanir
fræðimanna á þeim era ekki alveg eins einlitar og kennslubókadæmin
sem tekin voru í 1.2 hér að framan.
2.3.1
í fyrsta lagi er rétt að nefna að engir virðast í vafa um að orð eins
og sá og hver t. d. hljóti að flokkast sem fomöfn þegar þau tengja
tilvísunarsetningar. Sumir kalla þau að vísu ábendingarfornöfn og
spumarfomöfn, sem séu „notuð sem“ tilvísunarfomöfn, aðrir kalla
þau einfaldlega tilvísunarfomöfn. Sá munur skiptir ekki öllu máli hér.
í öðra lagi kalla margir tilvísunarorðin sem, er og önnur slík óbeygj-
anleg tilvísunarorð líka fomöfn. í þeim flokki má nefna Jón Magnús-
son, sem telur sem, er, ed meðal fornafna (Finnur Jónsson 1933:88),
og þótt hann viðurkenni að þau séu óbeygjanleg, telur hann þau sem
best geta staðið fyrir öll kyn, tölur, föll og persónur (sama rit bls. 90).
Á 19. öld og á f. hl. 20. aldar vora gefnar út nokkrar málfræðibækur,
sem voru fyrst og fremst kennslubækur. Þar era sem og er yfirleitt
talin tilvísunarfornöfn (Halldór Kr. Friðriksson 1859:19; Páll Þorkels-
son 1902:71; Valdimar Ásmundsson 1907:5-6 (Valdimar talar reyndar
um „tilfærileg fornöfn“); Jón Ólafsson 1911:93-94). Sama er að segja
um hinar þekktu bækur eftir Valtý Guðmundsson (1922:113), Snæ-
bjöm Jónsson (1927:35), Sigfús Blöndal og Ingeborg Stemann (1943:
93) og Stefán Einarsson (1945:70). Sama gerir Ólafur M. Ólafsson
(1979). Þegar við þetta bætist að som í norsku og sænsku t. d. er oft
kallað tilvísunarfomafn af virtum fræðimönnum (Borgstr0m 1958:75;
Knudsen 1967:73; af Trampe & Viberg 1972:276-277) og sama er að
segja um hið óbeygjanlega that í enskum tilvísunarsetningum (sjá t. d.
Quirk & Greenbaum 1973:380) verður ekki annað sagt en þeir íslenskir
málfræðingar sem vitnað var til í 1.2 séu í góðum félagsskap.
2.3.2
Þrátt fyrir þann langa lista sem birtur var í 2.3.1 hafa þó allmargir
verið á báðum áttum um hvemig flokka ætti tilvísunarorðin sem og er.