Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 77
Tilvísunarfornöfn?
75
Sumir kalla þau smáorð („partikel“ eða eitthvað slíkt) en telja þau þó
upp með fornöfnum og virðast jafnvel gera ráð fyrir að þau geti „staðið
fyrir“ nafnorð eða „táknað“ mismunandi kyn, tölu og fall þrátt fyrir
allan ósveigjanleik og beygingarleysi. Þannig segir t. d. Nygaard (1966:
256) að engin tilvísunarfomöfn séu til í alþýðustíl fommálsins, aðeins
smáorð (partikel) eins og er. En síðan heldur hann áfram og talar um
þessi smáorð sem frumlag, andlag, o. s. frv. Svipað er að segja um
Kock (1898:26), sem segir að smáorðin er (es), sem .. . séu notuð sem
(„anvándas som“) tilvísunarfomöfn. Jakob Jóh. Smári talar líka í öðm
orðinu um sem og er sem „óbeygileg smáorð“ (1920:201) en segir þau
þó geta verið frumlag, andlag, o. s. frv., enda kallar hann þau tilvís-
unarfomöfn á öðmm stað (1920:128). Jón Helgason kallar sem og er
líka smáorð (1929:128-129), en þó er um þau fjallað í fornafnakafla,
enda segir hann síðar um tilvísunarsetningar að þær séu tengdar með
„hlutaðeigandi fornöfnum“ (1929:153) og vísar þá m. a. í umræðuna
um sem og er. Enn má geta þess að Haraldur Matthíasson kallar sem
og er oft því hlutlausa nafni tilvísunarorð í sinni bók (1959), en talar
hins vegar gjama um tiltekna fallmerkingu í þeim og segir að tilvísunar-
setningar ákvarði með því að „endurtaka með tilvísunarorði fallorð
það, er skýra skal“ (1959:81). Loks má nefna að Kress kallar sem og
er smáorð (Partikeln), en segir þó að þau standi fyrir öll föll eintölu og
fleirtölu (1963:143). Við sjáum því að allmargir málfræðingar hafa
verið í hálfgerðum vandræðum með íslensku tilvísunarorðin og jafnvel
orðið sjálfum sér ósamkvæmir í umfjöllun um þau.
2.3.3
í þriðja lagi er svo að geta málfræðinga sem hafa kallað íslensk
tilvísunarorð á borð við sem og er smáorð og annaðhvort fjallað svo
stuttlega um íslenskar tilvísunarsetningar að þeir hafa af þeim sökum
sloppið við erfiðleikana sem félagar þeirra í 2.3.2 rötuðu í, eða þá að
þeir hafa beinlínis gert sér grein fyrir því hvað af því leiðir að greina
sem og er sem smáorð og ekki sem fornöfn.
Fyrst er að nefna 17. aldar manninn Runólf Jónsson, sem áður var
getið. Hann telur sá er, hver eð, hver er o. fl. (líka sá enrí) tilvísunar-
fomöfn og segir um þau að sá (sú, það) beygist þarna eins og sá annars
gerir (og hver þá væntanlega líka eins og hver) en að fylgiorðin (smá-
orðin) séu „óhreyfanleg“ („particula postposita immota manente“ segir