Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 80
78
Höskuldur Þráinsson
3.2 Forsetningar
Þótt fallorð séu mismunandi að því leyti að formbreytingar þeirra í
beygingum séu mismiklar, geta þau þó yfirleitt öll staðið í forsetningar-
liðum (sbr. dæmi (20) hér að framan). Tilvísunarorðin sem og er geta
það hins vegar ekki:
(44)1 Þetta er stelpan
2 Þetta er konan
sem hann heldur við
*við sem hann heldur
er hann átti krakkann með
*með er hann átti krakkann
3 Róm er ein þeirra borga j
sem ég hef aldrei komið til
*til sem ég hef aldrei komið
Allir íslenskumælandi menn sjá að ekki er nokkurt viðlit að láta for-
setningu fara á undan sem og er og svo er að sjá sem það hafi aldrei
verið hægt. í fornum heimildum er ekki kunnugt um nein dæmi þar
sem forsetning stendur á undan er, sem né nokkru öðru tilvísunarsmá-
orði (sjá t. d. Heusler 1962:162; Nygaard 1966:378; Maling 1977:184-
185), og ég hef ekki fundið nein dæmi í yngri heimildum. Þetta er
auðvitað það sem búast mætti við ef sem og er eru tilvísunartengingar
— ég kannast ekki við nein dæmi þar sem forsetning í aukasetningu
er tekin og færð fram fyrir tengingu þeirrar setningar.32 Hins vegar
mætti búast við því að forsetning gæti staðið á undan raunverulegu
tilvísunarfornafni, einkum þegar haft er í huga að venjulega er gert ráð
fyrir að slík fomöfn geti einmitt staðið í aukaföllum sem forsetningar
stýra. Það era líka alveg næg dæmi slíks um tilvísunarfornafnið hver
(og reyndar líka sá) í málheimildum frá ýmsum tíma, eins og við
höfum þegar séð dæmi um (sbr. (37)2, (39)2, 4, (40)3, (41)2, 5, 6 og
nmgr. 21 og 24). Við getum endurtekið fáein slík til frekari glöggvunar:
(45)1 bref vars vyrduligs herra magnusar kongs .. . med hueriu
hann stefnde . . . (ísl. orðm.:47, 14. öld)
2 þa hier kiemur nu ein Pijka til huerrar eg seige (Sprache:365)
3 og skal velja þann stað á hverjum sízt festir snjó (OH, 19.öld)
4 Kom skeyti að austan, í hverju er beðið um námskeið á Norð-
firði (OH, 20. öld, úr blaði)
32 Dæmi þar sem forsetning í aðalsetningu stýrir heilli nafnliðarsetningu t. d.
eru auðvitað allt annars eðlis. Slíks eru mörg dæmi, t. d. (i):
(i) Jón langar til [að María komi hingað í kvöld]
Dæmi af þessu tagi eru m. a. rædd í bók Höskuldar Þráinssonar (1979a:25 o. áfr.).