Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 81
T ilvísunarfornöfn?
79
5 Borgin heldur áfram að lýsa upp glugga sína, innan hverra
fara fram áþekk áhættuspil (OH, 20. öld, skáldrit)
Raunar er svo að sjá sem það hafi beinlínis verið skylda framan af
öldum að flytja forsetninguna með tilvísunarfomöfnum eins og hver,
því að ég hef ekkert dæmi fundið þar sem setning hefst á hver í falli
sem stýrt er af forsetningu síðar í setningunni. Slíkar setningar er þó
hægt að hugsa sér í nútíðarmáli — þ. e., í eftirfarandi setningum virð-
ast tveir möguleikar fyrir hendi (að svo miklu leyti sem hver er ennþá
nothæft tilvísunarfornafn, sbr. (45)4 og 5 hér að ofan. Sjá hins vegar
Maling 1978:81-82.):
t. ** * i ( hveria hann heldur við
(46)1 Þetta er stelpan ( ,J . , , ,,
( við hverja hann heldur
2 Þetta er konan
I
3 Róm er ein þeirra borga
hverri hann átti krakkann með
með hverri hann átti krakkann
hverra ég hef aldrei komið til
til hverra ég hef aldrei komið
Þetta er raunar það sem helst mætti búast við, vegna þess að í nútíðar-
máli er yfirleitt valfrjálst hvort forsetningarliðir eru fluttir til í heilu
lagi eða forsetningin skilin eftir (sjá þó Maling 1978:81-82):
(47)a Ólaf hef ég ekki talað við — í margar vikur
b Við Ólaf hef ég ekki talað — í margar vikur
í þessu sambandi er rétt að nefna að í ensku t. d. er ekki heldur
hægt að nota forsetningar á undan tilvísunarorðinu that og sú stað-
reynd hefur líka verið notuð sem röksemd gegn því að telja það fornafn
(Jespersen 1965:85-86; Lightfoot 1979:314 o. fl.). Og það er ekki nóg
með að tilvísunarfomöfn eins og who, which t. d. í nútíðarensku leyfi
undanfarandi forsetningar, heldur var í fornensku skylda að hafa for-
setningarnar á undan tilvísunarfornöfnum en alls óleyfilegt að hafa
þær á undan tilvísunarsmáorðum (Allen 1977, 6. kafli). Hegðun for-
setninga í tilvísunarsetningum í öðrum germönskum málum er líka at-
hyglisverð og styður þá greiningu sem hér er haldið fram, en of langt
mál yrði að rekja það hér (sjá t. d. Allen 1977, 9.1.5.3 og rit sem þar
er vitnað til).
3.3 Hliðstæð tilvísunarfornöfn
Alkunna er að fallorð eins og fornöfn og nafnorð geta staðið með
öðrum fallorðum. Hér er ekki einungis um að ræða fomöfn er geta