Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 82
80
Höskuldur Þráinsson
staðið líkt og lýsingarorð (hvaða maður, livílíkt áfall . ..) heldur einnig
fornöfn og nafnorð í aukaföllum í dæmum á borð við (48):
(48)1 Þetta er systir Jóns
2 Höggið kom í höfuð
hans
lxonum
Systir hvers ^ ,
Hvers systir
4 í höfuð
hvers
hverjum
kom höggið?
Algengustu dæmin eru auðvitað um eignarfall (sbr. (48)1), svokallaða
eignarfallseinkunn, en í sumum tilvikum má einnig nota þágufall í sama
hlutverki (einkum þegar um er að ræða líkamshluta eða annað slíkt
(svokallaðar „inalienable possessions“). Tilvísunarfornafnið hver getur
sem best staðið í slíkum samböndum eins og önnur fornöfn. Við höfum
þegar séð dæmi slíks (sbr. (41)1, 7 og nmgr. 25) og getum endurtekið
þau hér og bætt nokkrum við:
(49)1 lát þér ei gremjast við þann mann, hvþrs athæfi heppnast
(OH, 19. öld)
2 í Netsílík bjó hinn mikli Sorqaq, hvers frægðar ég hafði heyrt
getið (OH, 20. öld, þýtt skáldrit)
3 Gud | i huers auglite mijner forfedur Abraham og Isaac
geingu (Sprache:365)
4 Sá stendur uppi magnþrota, hvers heimur hrynur til grunna
(OH, 20. öld, skáldrit)
5 Og mér leiðast þessir menn, hverra andlega innihald eru ein-
tóm slitur sitt úr hverri áttinni (OH, 20. öld)
6 Þetta eru mennirnir hverra orðum er varasamt að treysta
Að vísu hef ég ekki rekist á neitt dæmi með þágufalli, enda er þágufall
í slíkum samböndum mun sjaldgæfara en eignarfall. Ekki er þó annað
að sjá en slík dæmi væru líka fullboðleg:
(49)7 Þeir báru nú brott manninn í höfuð hverjum höggið hafði
komið
Ef tilvísunarorðin sem og er væru fornöfn, myndum við búast við
sams konar hegðun hjá þeim, en séu þau samtengingar ætti auðvitað að
gegna öðru máli. Og þar er skemmst frá að segja að engin dæmi eru