Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 84
82
Höskuldur Þráinsson
(52) 1 *Þetta er maðurinn sem ég hef heyrt frægðar — getið34
„ .. . . f er varasamt *
2 *Þetta eru menmrmr sem i . að treysta orðum —
( varasamt er 3
3 *Þeir báru nú brott manninn sem höggið hafði komið í
höfuð —
Raunar er svo að sjá sem brottfelling úr nafnliðum af þessu tagi hafi
verið möguleg (en fágæt) á eldri málstigum og reyndar eru til dæmi frá
þessari öld í OH (sbr. líka Ólafur M. Ólafsson 1979:318):
(53) 1 sjá maðr, er vér segjum nú frá jartegnum —, átti marga læri-
sveina (Nygaard 1966:258)35
2 má nefna konu eina, sem er einstæðingur og á tvö ungbörn,
sem annað -— hefir lengi verið veikt (OH, 19. öld)
3 réði til sín fjóra háseta, sem enginn — hafði áður stundað
sjómennsku að ráði (OH, 20. öld)
Fæstir geta hins vegar borið sér dæmi af þessu tagi í munn lengur. En
vert er að athuga að hér dugir tilvísunarfornafnið hver lítið eða ekkert
betur, svo að ekki getur ástæðan verið sú að sem er óbeygjanlegt:
(54) 1 *Þetta er maðurinn hvers ég hef heyrt frægðar — getið
„ . . , f er varasamt „
2 *Þetta eru menmrmr hverra j að treysta orðum —
(varasamt er
3 *Þeir báru nú brott manninn hverjum höggið hafði komið í
höfuð —
34 Ég set eyðuna hér á eftir frœgðar því að hliðstæðar eignarfallseinkunnir
standa fremur á eftir aðalorði í nútíðarmáli en á undan — sbr. nmgr. 33.
35 Sum dæmin sem Nygaard gefur gætu hugsanleg verið dæmi þar sem for-
setningu vantaði — og þannig mæti raunar líka túlka dæmi eins og (52)3 hér að
framan (þar vantaði þá a). Auk þess eru til dæmi sem greinilega vantar forsetn-
ingu í eða a. m. k. er ekki hægt að skýra sem brottfall eignarfallseinkunnar:
(i) vtskrift af þvj kaupbrief(i) sem Narfe ... hafde sellt greinda Gautastade
Brande____(OH, 16. öld)
(ii) Þessi þrju byli skrifast með þeim sveitum sem þau eru_(OH, 18. öld)
(iii) var ég þá látinn fara upp á einn pall er margt kvenfólk var_(OH,
19. öld)
Þótt í sumum þessara dæma sé hugsanlega um jafngildi staðarfalls eða verkfæris-
falls að ræða (sjá líka fleiri dæmi hjá Nygaard 1966:258-259) verður ekki hjá því
komist að álykta að eitthvað aðrar reglur hafi gilt um brottfellingu í tilvísunar-
setningum áður en nú gilda í máli flestra (sbr. líka Jakob Jóh. Smári 1920:202).
Þetta þarf greinilega nánari athugunar við.