Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 85
Tilvísunarfornöfn?
83
Þegar betur er að gáð, virðist þetta vera hluti stærra máls sem ekki er
hægt að gera fullnægjandi skil hér. í sem stystu máli er um það að
ræða að í mörgum málum er ekki hægt að færa til „einkunn“ samsetts
nafnliðar af þessu tagi, né heldur fella hana brott, þótt hægt sé að
flytja liðinn í heilu lagi eins og í dæmunum í (49) hér að ofan (sjá
t. d. Grosu 1974. Sjá einnig Taraldsen 1978 og Zaenen 1980. Önnur
hugsanleg skýring væri af þeirri gerð sem lýst er hjá Keenan & Comrie
1977, t. d. bls. 66-67.) Þess vegna er ekki óeðlilegt að dæmin í (52) og
(54) séu svipuð að gæðum, þótt svo þyrfti ekki að vera ef í (52) er um
brottfellingu að ræða en í (54) um tilfærslu (sbr. Maling 1978).
Loks má svo geta þess að til er talsvert af dæmum frá ýmsum tímum
þar sem menn hafa reynt að komast framhjá þessum erfiðleikum í til-
vísunarsetningum með sem og er með því að „skilja eftir“ fornafn inni
í samsetta nafnliðnum (sbr. Ólafur M. Ólafsson 1979:316-317):
(55) 1 taki sá arf, er skilgetinn er faðir hans [= hvers faðir]
(Nygaard 1966:260)
2 Þær tplur er engi 0nnur heil tala er sameiginligr mælir þeirra,
heita frumtplur (OH, 18. öld)
3 Allar t0lur þær, sem í hægri enda þeim standa 5 edr 0 (s.st.)
4 Þeir, er árstekjur þeirra eru minna en 50 kr (OH, 19. öld)
5 líkt og kallinn sem hjörð hans hafði alla flætt í skeri
(OH, 20. öld)36
Reyndar eru fleiri dæmi um persónufornöfn inni í tilvísunarsetningum
(í stað eyðu) — þ. e. þessi fornöfn eru hvergi nærri alltaf hliðstæðar
einkunnir af einhverju tagi (sbr. Ólafur M. Ólafsson 1979:317-318):
(56) 1 at margir mundi þeir kristnir, er eigi mundu þeir jafnhátta-
góðir sem Kjartan (Nygaard 1966:260)
2 þann stað sem um hann mætti gera bækur (OH, 20. öld)
3 Þegar um er að ræða unga konu, sem ekkert virðist vera til
fyrirstöðu, að hún geti gift sig (OH, 20. öld)
Þannig mætti segja að í máli einhverra a. m. k. hafi verið til tilvísunar-
36 Jón Helgason (1929:133) nefnir eftirfarandi dæmi um fornafn í setningu sem
hefst á tilvísunarfornafninu hver:
(i) huers eg em ei verdr vpp at leysa þueingi hans skoklæda
Ég þekki ekki önnur, enda mun þessi tegund tilvísunarsetninga sjaldgæf. Hún er
t. d. ekki nefnd í yfirliti Schwartz (1971:142).