Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 86
84
Höskuldur Þráinsson
setningar af 3. gerð (sbr. (31)3). En aðalatriði þessa undirkafla er þó
þetta: Engin dæmi eru um hliðstæð sem og er frá neinum tímum þótt
fomöfn geti annars staðið sem hliðstæðar einkunnir (í eignarfalli eða
þágufalli). Þetta er auðvitað eðlilegt ef sem og er eru tengingar en yrði
að teljast algjör undantekning ef sem og er væru greind sem fomöfn.
3.4 Staða í setningu og tengsl við tengingar
Eins og við höfum raunar þegar séð standa tilvísunarorðin sem og
er jafnan fremst í setningu (ef frá em talin dæmi úr eldra máli þar sem
tilvísunarorðin eru fylgiorð tilvísunarfornafna í samböndum eins og
hver er, hver eð, hver að — sbr. 2.2.5 hér að framan). Þetta er auðvitað
það sem búast mætti við ef sem og er era tengingar (sjá t. d. Zaenen
1980), en mér er hins vegar ókunnugt um nokkur fornöfn sem haga sér
þannig. Eins og við höfum þegar séð má t. d. hafa forsetningu á undan
tilvísunarfornöfnum eins og hver og öðrum slíkum.
Þessu tengist líka sú staðreynd að aðaltilvísunarorð nútímaíslensku,
þ. e. sem, er venjulega talið eiga rót sína að rekja til tengingarinnar
(samanburðartengingarinnar) sem (sjá 2.2.3 hér að framan). Ef þetta
merkir það að farið var að nota samanburðartengingu sem tilvísunar-
tengingu, er breytingin næsta eðlileg, en hún verður miklu sérstæðari
ef hún er túlkuð sem breyting er felst í því að farið er að nota saman-
burðartengingfu sem tilvísunarfornafn. Við þetta bætist svo að fleiri
„tengingarleg“ orð hafa verið notuð sem tilvísunarorð í íslensku (og
norsku), einkum að (sbr. 2.2.1 hér að framan) og jafnvel og og en (sjá
nmgr. 28). í mhþ. kemur líka fyrir að und er notað sem tilvísunarorð,
enda vom þá í notkun fleiri tilvísunarsmáorð í því máli (Ebert 1978:
23-24). Tilvísunarsmáorðið er á sér líka samsvömn í hópi (annarra)
tenginga — þ. e. tíðartenginguna er — og oft er raunar mjótt á munun-
um þar (Haraldur Matthíasson 1959:23). Allt þetta styður tengingar-
eðli sem og er. Reyndar má skjóta því inn hér til gamans að stundum
er eins og að jafnvel þeir sem ekki hika við að kalla sem (eða som)
tilvísunarfornafn veigri sér við að nota það orð um jafn tengingarlegt
orð og að (Knudsen 1967:73. Sjá líka Holmboe 1850.)
3.5 Um sem að (að)
Eins og flestum er kunnugt er talsverð tilhneiging til þess, í talmáli
a. m. k., að bæta áherslulausu að aftan við ýmsar tengingar, þótt all-
lengi hafi verið reynt að amast við því (sbr. t. d. Jakob Jóh. Smári