Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 92
90
Höskuldur Þráinsson
(67)1 Ég j
sem
*hver
er þó fæddur í Reykjavík hef aldrei
komið upp í Hallgrímsturn
2 Þú í scm crt fæddur á Akureyri hlýtur að
( *hver er/ert
þekkja Sjallann41
Til lýsingarorða má trúlega vísa með hvað, til atviksorða líklega með
hvar og til setninga með hvað og jafnvel hvert, þótt ég hafi reyndar
ekki rekist á dæmi um allt þetta:
virðist þó ekki vera]
2 ?Ég setti bókina þar [hvar þú settir hana í gær]
3a prestur hafi honum skipað að skjóta Teit . .. hvert sagt er
að Þorleifur hafi gjört (OH, 17. öld)
b biður hann upp standa hvað hann og gjörir (OH, 19. öld)
Raunar standa sum þessara dæma kannski næst því að vera höfuð-
lausar tilvísunarsetningar (sbr. t. d. ef þar væri sleppt í (68)2), en í
slíkum setningum hafa jafnan verið notuð hv-orð í íslensku og þær
hafa ekki verið til umræðu í þessari grein. En hvernig sem því er farið
er a. m. k. ljóst að hv-fornöfn eru nokkuð sérhæfð að því er merkingar-
lega tilvísun varðar, og sama er að segja um //v-spurnarorð, eins og
lesendur geta fullvissað sig um.
Niðurstaðan er því sú að í fyrsta lagi bendi ekkert til þess að í til-
vísunarsetningum tengdum með sem og er felist einhver merkingarleg
tilvísun í tengiorðunum sjálfum þótt augljóslega sé yfirleitt eyða í slík-
um tilvísunarsetningum sem svarar til orðs sem á undan er komið. Að
41 Skylt þessu er e. t. v. það að sem og er stjórna engri sérstakri persónu (eða
tölu) á sögnum:
(i)a Ég [sem er ...]
b Þú [sem ert ...]
c Við [sem erum ...]
o. s. frv. f Guðbrandsbiblíu eru þó til dæmi eins og eg sem kallar og kunngiflrer
(OH), hvernig sem á að túlka það. — í þýsku er að vísu hægt að nota tilvísunar-
fornafnið der þótt höfuðorðið sé 1. eða 2. pers., en þá eru fornöfn 1. og 2. pers.
endurtekin, eins og kunnugt er, ef um frumlag er að ræða — t. d. lch, der ich ...,
Du, der du ... o.s. frv. (sbr. Ólafur M. Ólafsson 1979:320-322).