Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 99
JÓN FRIÐJÓNSSON
Sambeyging með afturbeygðum sögnum
o.
í grein þessari verður leitast við að sýna, að sambeyging í íem-lið
(tilvísunarlið/samanburðarlið) er allnokkuð á reiki í nútíma íslensku,
en til þess liggja margar ástæður.1 Tekin eru til athugunar dæmi, sem
hafa að geyma afturbeygða sögn, t. d. hliðstæð eftirfarandi dæmum:
(1) Hún réð sig sem ráðskona/ráðskonu
(2) Hann tók það á sig sem jundarstjóri/fundarstjóra
(3) Hún kynnti sig sem rauðsokka/rauðsokku
(4) Mugabe stóð sig vel sem skœruliðajoringi/*skæruliðafor-
ingja
(5) Hann hegðaði sér sem sönn /leí/a/^sannri hetju2
Leidd eru að því rök, að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir tvenns konar
afturbeygðum sögnum í íslensku, valfrjálst afturbeygðum og skyldu-
birndið afturbeygðum. Þessi tvískipting kemur m. a. í ljós við sam-
beygingu í sem-lið, þar sem aðeins frumlæg viðmiðun í sem-lið kemur
til greina með skyldubundið afturbeygðum sögnum, en hins vegar er
oftast valfrjálst, hvort notuð er frumlæg eða andlæg viðmiðun með val-
frjálst afturbeygðum sögnum — oft með litlum merkingarmun. Rétt
þykir að undirstrika, að munurinn á valfrjálst og skyldubundið aftur-
beygðum sögnum er ekki alltaf ljós, en að slíkum markatilvikum verður
vikið síðar.
1 Gert er ráð fyrir því sem almennri reglu, að sambeyging í sem-lið sé skyldu-
bundin og merkingargreinandi, nema við sérstök skilyrði. Viðfangsefni þessarar
greinar verður að gera grein fyrir einu slíku skilyrði, þ. e. sambeygingu í sem-lið
í setningum með afturbeygðri sögn. Um annað tilvik, þar sem sambeyging í sem-lið
er á reiki, sjá Jón Friðjónsson (1979).
2 í dæmum (1)—(5) og öðrum dæmum eftirleiðis í þessari grein er sambeyging
sýnd með breyttu letri, og stjarna * táknar ótæka setningu. Spurningarmerki
framan við setningu táknar, að hún teljist hæpin.
íslenskt mál II 7