Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 100
98
Jón Friðjónsson
1.
1.0
í víðasta skilningi má telja þær sagnir afturbeygðar, sem taka með
sér sem andlag3 afturbeygt fornafn (afn.) með 3. p. et./ft., en í 1. og 2.
persónu samsvarandi persónufornöfn í viðeigandi fallmyndum. í eftir-
farandi verður aðeins miðað við tilvik, þar sem andlagið vísar til per-
sónu. Sagnimar ákveða sig og sitja á sér verða því taldar skyldubundið
afturbeygðar, því að með þeim er ekki hægt að nota annað andlag (í 3.
p.) en afn. ef vísað er til persónu. Með þeim og fjöldamörgum öðmm
sambærilegum sögnum er þó unnt að nota annað fallorð en afn. sem
andlag (ákveða daginn, sitja á stólnum). í slíkum tilvikum er hins vegar
oftast um breytta merkingu að ræða, og verður því ekki tekið tillit til
þeirra hér. Eins og áður gat, taka afturbeygðar sagnir með sér afn. —
sig/sér/sín í 3. p. et./ft., en fornafn 1. og 2. p. í 1. og 2. p. — eða for-
setningu að viðbættri viðeigandi fallmynd, eftir því hver sögnin er.
Samkvæmt ofangreindri skilgreiningu4 em eftirtaldar sagnir afturbeygð-
ar, gróft flokkaðar eftir fylgiorði (fallstjóm):
1. með þolfalli: kltrða sig, auglýsa sig, jafna sig, afsaka sig, verja sig, furða
sig á e-u, éta sig saddan.
2. með þágufalli: hrósa sér, haga sér, þvo sér, greiða sér, voga sér, barma sér,
frábiðja sér, hugsa sér.
3. með eignarfalli: skammast s'm, hefna s'm, blygðast s'm, gœta s'm.
4. með forsetningarlið (fl.): taka á sig, vera utan við sig, ranka við sér, fara
hjá sér, finna til s'm, sitja á sér, glápa úr sér augun.
1.1
Þótt þær sagnir, sem taldar voru upp hér að framan, séu að formi til
sambærilegar, þ. e. allar geta þær tekið með sér afn., em þær um margt
ósambærilegar, merkingarfræðilega og setningafræðilega.5 Með sumum
3 I grein þessari táknar hugtakið andlag alla þá nafnliði, sem standa í aukafalli
með áhrifssögn, og er fylgt hefð að því leyti. Þar sem slíkir nafnliðir eru um margt
æði sundurleitir, mætti e. t. v. eins kalla þá fylliorð til að nota hlutlausara orð.
4 Þrengri skilgreining er að telja aðeins þær sagnir afturbeygðar, sem einungis
eru notaðar með afturbeygðu fornafni. Sjá t. d. Ulrich (1972), undir reflexiv.
5 Höskuldur Þráinsson (1976:225) gerir t. d. ráð fyrir tvenns konar reglum til
að gera grein fyrir dreifingu afturbeygðra fornafna, annars vegar innan setninga
og hins vegar yfir setningaskil.