Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 102
100
Jón Friðjónsson
vettvangi, hafa öll að geyma annaðhvort skyldubundið afturbeygða
sögn eða valfrjálst afturbeygða sögn í afturbeygðri merkingu. Verður
nú nánar vikið að einkennum skyldubundið afturbeygðra sagna.
1.2
1.2.0
í kafla 1.1 voru leidd að því rök, að nauðsynlegt væri að gera ráð
fyrir tvenns konar afturbeygðum sögnum, valfrjálst og skyldubundið
afturbeygðum. Síðar verður sýnt, að þessi tvískipting endurspeglast
glöggt við sambeygingu fallorðs í eftirfylgjandi sem-lið. En áður en að
því atriði verður vikið, verður bent á og fjallað lítillega um nokkur setn-
ingafræðileg einkenni, sem greina að valfrjálst og skyldubundið aftur-
beygðar sagnir.
1.2.1 Víxlpróf
Með víxlprófi er átt við, að orðaröð er breytt (víxlað), þannig að
afturbeygða fomafnið er sett fremst í setningu. Sé unnt að beita víxl-
prófi, er um valfrjálst afturbeygða sögn að ræða:8
(6) Hann klæddi sig ekki / sig klæddi hann ekki
(7) Hann jafnaði sig fljótt / Jsig jafnaði hann fljótt
í tengslum við víxlpróf er gagnlegt að athuga, hvort unnt er að skjóta
inn óákveðna fornafninu sjálfur, en slíkt innskot gengur aðeins með
valfrjálst afturbeygðum sögnum, enda má líta svo á, að með notkun
óákv. fn. sjálfur sé verið að hnykkja á öðrum tveggja viðmiðunarpóla,
en skyldubundið afturbeygðar sagnir hafa aðeins einn viðmiðunarpól:
(8) Hann klæddi sig í fötin / sjálfan sig klæddi hann . .. (valfrj.)
(9) Hann jafnaði sig fljótt / Jsjálfan sig jafnaði hann . . . (skyldub.)
1.2.2 Skiptipróf
Ef unnt er að skipta á afturbeygðu fornafni og öðru fallorði, sem
táknar persónu, er um valfrjálst afturbeygða sögn að ræða:
8 Víxlpróf er svipaðs eðlis og það, sem nefnt hefur verið kjarnafærsla (topical-
ization). Eins og Höskuldur Þráinsson hefur bent á (1979:65) er hlutverk kjarna-
færslu oftast það að leggja áherslu á það, sem fært er til. Þar sem afturbeygt for-
nafn með skyldubundið afturbeygðri sögn er nánast hluti sagnarinnar, er ekki við
því að búast, að kjarnafærsla gangi með slíkum sögnum.