Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Qupperneq 105
103
Sambeyging með afturbeygðum sögnum
þ. e. merking leyfir að andlag sé sami aðili og frumlag, án þess þó að
svo þurfi að vera. Skyldubundið afturbeygðar sagnir hafa hins vegar
miklu afmarkaðri einkenni, þ. e. fylliorð (andlag) með þeim verður að
vera sami aðili og frumlagið. Sem dæmi hinna síðarnefndu skulu eftir-
taldar sagnir tilgreindar:
1. Skyldubundið afturbeygðar sagnir með þolfalli: jafna sig, ákveða sig, gretta
sig, furða sig, átta sig, feilreikna sig, drekka sig (fullan).
2. Skyldubundið afturbeygðar sagnir með þágufalli: hegða sér, leika sér, flýta
sér, voga sér, ímynda sér, hugsa sér, frábiðja sér, barma sér.
3. Skyldubundið afturbeygðar sagnir með eignarfalli: skammast sin, blygðast
sín.
4. Skyldubundið afturbeygðar sagnir með forsetningu: sitja á sér, taka til sín,
taka að sér, vera utan við sig, fara hjá sér, ranka við sér, glápa úr sér augun.
Miðað við dæmasafn það, sem kannað var við gerð þessarar greinar,
og lauslega athugun á hliðstæðum sögnum í orðabók Sigfúsar Blöndals,
virðist þriðji flokkur slíkra sagna afar fáliðaður og fyrsti flokkur heldur
þunnskipaður. Sagnir, sem taka með sér þágufall, eru öllu algengari,
en einna algengastar eru skyldubundið afturbeygðar sagnir með for-
setningarlið (sbr. umræðu hér að framan), oftast með breyttri (óeigin-
Iegri) merkingu.
1.5
Með þeim fyrirvara, að dæmi þau, er athuguð voru, voru ekki mjög
mörg11 og enn fremur, að könnun á sambærilegum dæmum í orðabók
Sigfúsar Blöndals var lausleg, er niðurstaðan eftirfarandi: Skyldu-
bundið afturbeygðar sagnir eru miklu færri en valfrjálst afturbeygðar.
Skyldubundið afturbeygðar sagnir með eignarfalli eru mjög fáar, en
algengastar virðast skyldubundið afturbeygðar sagnir með forsetningar-
lið, og þá oft í sérstakri merkingu.
2.
2.0
í þessum kafla verður leitast við að gera grein fyrir þeim megin-
reglum, sem gilda um sambeygingu í sem-lið á eftir afturbeygðum
sögnum. Með sem-lið er átt við samanburðarliði og tilvísunarliði.
11 Sjá neðanmálsgrein 10.