Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 106
104
Jón Friðjónsson
Rúmsins vegna verður ekki fjallað um mismun þessara tveggja, heldur
látið nægja að gera ráð fyrir, að sem-liður sé samanburðarliður, ef unnt
er að víxla á sem og eins og, án þess að merking breytist, en annars
tilvísunarliður, þótt síðari nafngiftin þyki e. t. v. óljós.12
2.1
Á þessum vettvangi verður einungis fjallað um sem-liði, sem vísað
geta annaðhvort til frumlags eða andlags, þ. e. viðmiðunarorð í sem-
lið verður að geta vísað til eða staðið sem frumlag eða andlag.13 í
slíkum tilvikum skiptir höfuðmáli, hvort umsögn í aðalsetningu (við-
miðunarsögn) er valfrjálst afturbeygð eða ekki. Sé um skyldubundið
afturbeygða sögn að ræða, kemur aðeins frumlæg viðmiðun til greina,
enda stendur afturbeygt fomafn með slíkum sögnum ekki sem andlag.14
Sé hins vegar um valfrjálst afturbeygða sögn að ræða, kemur hvort
tveggja, frumlæg og andlæg viðmiðun, til greina, án þess að slíkt hafi
ávallt í för með sér breytta merkingu. Skal nú vikið að nokkmm dæm-
um og þau athuguð sérstaklega með tilliti til þeirrar flokkunar aftur-
beygðra sagna, sem sett var fram í fyrsta kafla.
(17) a Hann auglýsti sig sem vísindamaður
b Hann auglýsti sig sem vísindamann
(18) a Hann hrósaði sér sem vísindamaður
b Hann hrósaði sér sem vísindamanni
(19) a Hann hefndi sín sem vísindamaður
b Hann hefndi sín sem vísindamanns
12 Sem dæmi um mismun samanburðarliðar (sbl.) og tilvísunarliðar (tvl.) skal
eftirfarandi dæmi tilgreint til glöggvunar:
(i) Hann réð sig sem prestur/prest
Dæmi þetta virðist geta haft að minnsta kosti ferns konar merkingu, mismunandi
eftir sambeygingu:
(ii) a Hann, sem er presur, réð sig ... (tvl.)
b Hann réð sig eins og prestur ræður sig (sbl., raunvl.)
c Hann réð sig eins og hann væri prestur [sem hann er ekki] (sbl., óraunvl.)
d Hann réð sig svo að hann varð sem prestur (sbl., óraunvl.)
13 Ekki er tekið tillit til dæma — nema sérstök ástæða þyki til — þar sem við-
miðunarorð í sem-Iið getur merkingarlega ekki staðið sem gerandi, t. d.:
(i) Hann gætti hennar sem sjáaldurs auga s'ms
í slíkum tilvikum er sambeyging alltaf skyldubundin, sbr. nmgr. 1.
14 Sbr. þolmyndarpróf, 1.2.4.