Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Qupperneq 107
Sambeyging með afturbeygðum sögnum 105
Dæmi (17)-(19) ern öll góð og gild, enda hvort tveggja, að ég hef í
fórum mínum dæmi eða hliðstæður um öll tilbrigðin og málhafar, er
spurðir voru álits, töldu sig flestir geta notað hvort afbrigðið sem er,
oftast í mismunandi merkingu. Því var talað um flesta málhafa og
oftast í mismunandi merkingu, að allmargir töldu, að ekki væri merk-
ingarmunur á (17)a og (17)b, en einkum þó að (18)a og (18)b annars
vegar og (19)a og (19)b hins vegar væru sömu merkingar. Um þetta
atriði verður fjallað sérstaklega í kafla 3.4, er rætt verður um óreglu
í sambeygingu. Merkingarlega er unnt að líta á sem-liðina í dæmum
(17)-(19) sem samanburðarliði eða tilvísunarliði, með merkingarmun,
en algengast er, að þessi dæmi séu túlkuð sem tilvísunarliðir. Miðað
við þau dæmi, sem ég hef undir höndum, er frumlæg tilvísun heldur
algengari en andlæg, en munurinn er svo lítill (25:17), að telja verður
jafnnærtækt að nota hvorn möguleikann sem er.
Umsagnimar í dæmum (17)-(19) em allar valfrjálst afturbeygðar,
eins og sjá má við skiptipróf:
(20) a Hann auglýsti Pál sem vísindamaður
b Hann auglýsti Pál sem vísindamann
(21) a Hann hrósaði Páli sem vísindamaður
b Hann hrósaði Páli sem vísindamanni
(22) a Hann hefndi Páls sem vísindamaður
b Hann hefndi Páls sem vísindamanns
Dæmi (20)-(22) era öll góð og gild með skýrt aðgreindri merkingu.
Athyglisvert er, að ekki verður þess vart, að merking a og b falli saman,
eins og fyrir kom í dæmum (17)—(19), þ. e. þegar sagnirnar voru not-
aðar afturbeygt. í dæmum (20)-(22) er sambeyging því föst og skyldu-
bundin, en í dæmum (17)-(19) valfrjáls og á reiki.
Niðurstaðan verður því sú, að með valfrjálst afturbeygðum sögnum
era viðmiðunarpólamir tveir, framlag og andlag. í flestum tilvikum er
ekki merkingargreinandi, hvor valinn er sem viðmiðunarorð í sem-lið,
einkum á þetta þó við um þgf./ef.-sagnir. Þetta veldur því, að sam-
beyging í s<?m-lið, er vísar til valfrjálst afturbeygðrar sagnar, er oft á
reiki.
2.2
Ef litið er á hliðstæð dæmi, sem hafa að geyma skyldubundið aftur-
beygða sögn, verður annað uppi á teningnum: