Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 108
106
Jón Friðjónsson
(23) a Hann jafnaði sig sem íþróttamaður
b *Hann jafnaði sig sem íþróttamann
(24) a Hann hagaði sér sem (alger) bjáni
b *Hann hagaði sér sem (algerum) bjcma
(25) a Hann skammaðist sín sem vísindamaður
b *Hann skammaðist sín sem vísindamanns
Beinast liggur við að túlka dæmi (23) og (24) sem samanburðarliði,
en dæmi (25) sem tilvísunarlið. í öllum dæmunum er leið b útilokuð,
og voru allir, sem spurðir voru álits, sammála um það.
Umsagnimar í (23)-(25) eru allar skyldubundið afturbeygðar, eins
og sjá má, ef reynt er að beita skiptiprófi:
(26) a *Hann jafnaði Pál sem íþróttamaður
b *Hann jafnaði Pál sem íþróttamann
Dæmi (26)a og (26)b em með öllu ótæk, og sama verður uppi, ef
reynt er að breyta þeim í þolmynd eða beita víxlprófi.15 Miðað við
þau dæmi, sem stuðst var við, má telja fmmlæga viðmiðun nánast ein-
ráða með skyldubundið afturbeygðum sögnum. Aðeins eitt dæmi
fannst, þar sem notað er þágufall í sem-WÍS með skyldubundið aftur-
beygðri sögn, en það dæmi er að ýmsu leyti hæpið eins og nánar verður
vikið að:16
(27) . .. fannst mér, að ég yrði að láta eitthvað að mér kveða sem
formanni
í fyrsta lagi er þess að geta, að þágufall hljómar ankannalega í þessu
dæmi í eyrum flestra, er spurðir vom álits, en nefnifallið er mjög eðli-
legt. í öðm lagi er í dæminu notuð sögnin láta, en hún er einmitt skil-
yrði þess, að sögnin kveða að sé notuð afturbeygð, sbr. (27)b, sem er
ótæk:
(27)b *Mér fannst, að ég yrði að kveða eitthvað að mér sem for-
maður/formanni
í orðasambandinu láta kveða að sér verður fylliorð sagnarinnar
kveða að yfirleitt að vísa til sömu persónu og frumlag sagnarinnar
15 Sjá 1.2.1 og 1.2.4.
16 Það má geta þess hér, að þetta dæmi (27) er úr bók Einars ríka og Þórbergs,
Fagurt galaði fuglinn sá (bls. 161).