Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 109
Sambeyging með afturbeygðum sögnum 107
láta,17 en svo er þó ekki alltaf. í skáldverki t. d. er hugsanlegt, að
höfundur láti kveða mikið/lítið að einhverri persónu (sbr. (28)b), og
þá er að sjálfsögðu ekki um samsvörun við frumlag að ræða:
(28)a Hann lét mikið að sér kveða í leikritinu (hann = sér)
b Hann lét mikið að honum kveða í leikritinu (hann 4= honum)
Hugsanlegt er, að dæmi (27) sé myndað eftir slíku munstri, þ. e.
eftir munstri valfrjálst afturbeygðra sagna, þótt langalgengast sé að
láta kveða að sé skyldubundið afturbeygt orðasamband (sbr. (28)a).
Það skal loks undirstrikað í þessu sambandi, að dæmi (27) skipar
algera sérstöðu í dæmasafni því, er stuðst var við, og því er vart ástæða
til að draga almennar ályktanir af því.
Niðurstaðan verður því sú, að með skyldubundið afturbeygðum
sögnum sé aðeins um einn viðmiðunarpól að ræða, þ. e. frumlagið eða
gerandann.18 Afturbeygt fornafn með slíkum sögnum — sem stendur
ekki sem andlag og hefur lítið sjálfstætt gildi — getur ekki gegnt hlut-
verki viðmiðunarpóls. Sambeyging í sem-lið, þegar um skyldubundið
afturbeygðar sagnir er að ræða, er því alltaf frumlæg.
3.
3.0
Að framan hafa verið leidd að því rök, að nauðsynlegt sé að gera
greinarmun á skyldubundið og valfrjálst afturbeygðum sögnum. Með
skyldubundið afturbeygðum sögnum stendur viðmiðunarorð í sem-Ytö
í nefnifalli, en með valfrjálst afturbeygðum sögnum hins vegar í nefni-
falli eða aukafalli, eftir því hvort miðað er við frumlag eða andlag. í
ýmsum tilvikum getur merking o. fl. haft áhrif á, hvor kosturinn valinn
er. Skal nú vikið að slíkum dæmum.
3.1
Algengt er, að málnotendur eru óvissir, hvort nota skal nefnifall eða
þolfall, þegar sögnin er valfrjálst afturbeygð, og er það í samræmi við
það, sem ritað var hér að framan. Dæmi um nefnifall:
17 Um vandamál af þessu tagi sjá Höskuldur Þráinsson (1979:315); sjá enn
fremur neðanmálsgrein nr. 4 í sama verki, bls. 322.
18 Sbr. þolmyndarpróf, 1.2.4.