Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 110
108
Jón Friðjónsson
(29) Hann ætlar að setja sig upp sem lögfrœðingur
(30) Þórólfur hélt sig sem smákonungur
(31) Þeir buðu sig fram sem einstaklingar
(32) Salka Valka klæddi sig sem strákur
(33) Hann réð sig sem háseti
(34) Hún réð sig í sveit sem ráðskona
(35) Hann tekur sökina á sig sem deildarforseti
í dæmum hliðstæðum (29)-(35) er líka algengt að nota þolfall. Dæmi
(29) kann þó að hljóma ankannalega, sé notað þolfall, en flestir þeir,
sem spurðir voru álits, töldu sig þó einnig geta notað þolfall þar, en
þá í breyttri merkingu, og svipuðu máli gegnir raunar einnig um sum
hinna dæmanna. í þessu sambandi er nauðsynlegt að víkja að því, að
máli kann að skipta, hvort samanburður/tilvísun í sem-WS er raun-
veruleg eða óraunveruleg.19 í dæmi (30) og (32) er samanburðurinn
ótvírætt óraunverulegur, sbr. það að hægt er að bæta við dæmi (32)
setningunni: en hún er ekki strákur, eða umorða sem-liðinn: eins og
hún vœri strákur. Svipað gildir um dæmi (30). í dæmi (31) er tilvísunin
hins vegar raunveruleg, sbr. það að hægt er að bæta við setningunni:
og þeir eru einstalclingar, eða umorða dæmið: Þeir, sem eru einstakling-
ar, buðu sig fram. í dæmum (29) og (35) virðist einnig eðlilegra að
telja samanburðinn raunverulegan, en í dæmum (33) og (34) eru báðir
kostir tiltækir, eins og auðvelt er að sannfæra sig um með því að um-
orða dæmin. Miðað við svör málnotenda um merkingu slíkra setninga
með sérstöku tilliti til þessa atriðis virðist meginreglan vera sú að nota
nefnifall að öðru jöfnu í sem-lið sé samanburður/tilvísun raunveruleg,
en hins vegar þolfall sé samanburður/tilvísun óraunveruleg. Þannig
voru þeir allmargir, sem töldu aðeins þolfall geta gengið í dæmum (30)
og (32), enda felst óraunverulegur samanburður í þeim dæmum. —
Dæmi með sem-lið, sem telja má annaðhvort raunverulegan eða óraun-
19 Kannað var, hvort málhafar teldu unnt að bæta annars vegar við rem-lið
setningunni: en hann er ekki... (óraunvl.), og hins vegar: og hann er ... (raunvl.).
Dæmi:
(i) Þórólfur hélt sig sem
smákonung, en hann er ekki smákonungur
smákonungur og hann er smákonungur
Þetta atriði er ekki eins ljóst og skyldi, en þó virðist greinilegt, að fylgni er á
milli nefnifalls og raunverulegs samanburðar annars vegar og þolfalls og óraun-
verulegs samanburðar hins vegar.