Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 111
Sambeyging með afturbeygðum sögnum 109
verulegan, eru mjög algeng og stuðla að óvissu í fallanotkun í sem-
liðum.
Með tilliti til framanritaðs kann skýring þess, að dæmi (29) hefur þá
sérstöðu, að nefnifall í sem-lið er mun eðlilegra en þolfall, að vera sú,
að beinast liggur við að túlka sem-liðinn sem óraunverulegan saman-
burðarlið, sé notað þolfall, þ. e.: eins og hann sé lögfrœðingur, en hann
er ekki lögfrœðingur. Nefnifallið hins vegar felur í sér raunverulegan
samanburð/tilvísun, þ. e. eins og lögfrœðingur setur sig upp, eða: hann,
sem er lögfrœðingur . . ., og virðist slík túlkun eðlilegri. Svipuð rök má
hafa uppi varðandi dæmi (33)—(35), en þó virðist fallanotkun í þeim
dæmum ekki eins bundin og í dæmi (29), hvað sem því veldur.
Ef litið er á dæmi (29)-(35) í heild og önnur hliðstæð dæmi, er ljóst,
að hér er allnokkur óvissa á ferðinni, hvort tveggja, nefnifall og þolfall,
er mögulegt í flestum tilvikum — yfirleitt án þess að merking breytist.
Sem dæmi um notkun þolfalls í hliðstæðum dæmum skulu eftirfar-
andi setningar tilgreindar:
(36) Þessi lýður heldur sig eins og höfðingja og lúxusfólk
(37) Því ræður hún sig sem ráðskonu
(38) Ungur réð hann [Pigreddi (páfi)] sig sem prest
(39) Hann skráði sig sem háseta á togara
(40) í sjötta bekk skoðaði hann sig ekki sem meðlim félagsins
(41) Hann kynnti sig sem stjórnanda
(42) Hann tekur á sig sökina sem deildarforseta
í dæmum (36)-(42) virðist í flestum tilvikum unnt að nota nefnifall
í stað þolfalls án þess að merking raskist verulega.20 Þetta sést enn
betur, ef orðaröð er breytt, þannig að ^em-liðurinn standi fremst, en
þá kemur yfirleitt aðeins nefnifall til greina í sömu merkingu:
(42)b Sem deildarforseti/*dLQÍ\dariorseta. tekur hann á sig sökina
Athyglisvert er þó, að í sumum dæmanna virðist unnt að nota þol-
fall í sem-lið, jafnvel þótt orðaröð sé breytt, en þá í sérstakri (óraun-
verulegri) merkingu:
20 Ekki er unnt að nota nefnifall í íem-liðnum í dæmi (40), sbr. (i):
(i) *í sjötta bekk skoðaði hann sig ekki sem meðlimur félagsins
Skýring þessa kann að vera sú, að íem-liðurinn felur ótvírætt í sér óraunverulegan
samanburð, en áður (nmgr. 19) var á það minnst, að í slíkum tilvikum væri hæpið
að nota nefnifall.