Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 113
Sambeyging með afturbeygðum sögnum
111
Eðlilegast virðist að túlka íem-liðina í dæmum (43)-(46) sem óraun-
verulega samanburðarliði, en ekki tilvísunarliði, þ. e.:
(47) ?Toinette dulbýr sig eins og [hún dulbýr] lækni (raunv.l.sb.)
(48) Toinette dulbýr sig [svo að hún verður] eins og læknir
(óraunv.sb.)
(49) ?Toinette dulbýr sig eins og læknir [dulbýr sig] (raunv.l.sb.)
(50) ?Toinette, sem er læknir, dulbýr sig (tvl.)
í dæmum (43)-(46) er frumlæg viðmiðun ((49)) mjög óeðlileg af
röklegum eða merkingarlegum ástæðum, hvort sem sem-liðurinn er
túlkaður sem sbl. ((49)) eða tvl. ((50)). — Læknar dulbúast almennt
ekki, og hvorki manneskjur almennt né Grænlendingar líta á sig á sér-
stakan hátt, og svipuð rök má hafa við dæmi (46). Frumlæg viðmiðun
er því óeðlileg af röklegum ástæðum:
(51) ?. . . þegar Toinette dulbýr sig sem læknir [dulbýr sig]
(52) ?Hún leit á sig sem manneskja [lítur á sig]
(53) ?Jaffet leit á sig sem Grænlendingur [lítur á sig]
(54) ?. . . í 6. b. skoðaði hann sig sem meðlimur félagsins [skoðar
sig]
í dæmum (43)-(46) verður ekki séð, að setningafræðileg einkenni
viðkomandi sagna séu þess valdandi, að frumlæg sambeyging er úti-
lokuð, heldur eru hér á ferðinni merkingarfræðileg einkenni sagnanna
eða viðmiðunarorðsins í íem-lið. Þetta sést best, ef skipt er um við-
miðunarorð, t. d. í (43), eins og sýnt er í (55):
(55) . .. þegar Toinette dulbýr sig sem þjójur, rœningi, glœpa-
maður/þjóf, ræningja, glæpamann
Dæmi (55) er gott og gilt, hvort sem notað er nefnifall eða þolfall í
sem-lið, enda rökrétt að hugsa sér, að þjófar, ræningjar og glæpamenn
dulbúist. í dæmi (55) er andlæg túlkun einnig möguleg í sérstakri
(óraunverulegri) merkingu. Ef Toinette t. d. væri leikari að undirbúa
sig fyrir leiksýningu, gæti andlæg túlkun átt vel við.
Með tilliti til dæma (43)-(46) og þess, sem fram kom í kafla 2.1 og
2.2, virðist ljóst, að ekki er unnt að gefa neina altæka reglu um við-
miðun í sem-lið með valfrjálst afturbeygðum sögnum. Oftast er um
báða kostina að ræða — frumlæga og andlæga viðmiðun — með