Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 114
112
Jón Friðjónsson
litlum merkingarmun,21 en hvor kosturinn sem er getur verið útilok-
aður, og fer það eftir merkingu sagnar og/eða viðmiðunarorðs í jem-lið
hverju sinni.22
3.4
í kafla 3.1 var eingöngu fjallað um dæmi, þar sem fyrir komu aftur-
beygðar þolfallssagnir. í kafla 2.1 voru hins vegar tilgreind tvö dæmi
um valfrjálst afturbeygðar sagnir, sem taka með sér þgf., og skulu þau
endurtekin hér til hægðarauka:
(18) a Hann hrósaði sér sem vísindamaður
b Hann hrósaði sér sem vísindamanni
(19) a Hann hefndi sín sem vísindamaður
b Hann hefndi sín sem vísindamanns
(raunverul.)
(óraunverul.)
(raunverul.)
(óraunverul.)
Þar sem hér er um valfrjálst afturbeygðar sagnir að ræða, væri við
því að búast, að andlæg viðmiðun kæmi fullt eins til greina og frumlæg,
hugsanlega með breyttri merkingu, en merking er táknuð innan sviga
aftan við dæmin. En nú bregður svo við, að þgf. og þó sérstaklega ef.
er síður notað en nf. í dæmum (18)-(19). Flestir þeir, er spurðir voru
álits, voru annaðhvort mjög hikandi eða höfnuðu algjörlega þeim
möguleika að nota aukafall í þessum dæmum, þótt hinir sömu teldu
þf. gott og gilt í hliðstæðum dæmum (sbr. (17)b). Eftir þessu að dæma
virðist þgf. og þó einkum ef. veikara en þf. í þessari stöðu. Skýring
þessa gæti verið sú, að dæmi um þgf./ef. í slíkri stöðu eru sjaldgæf,
sbr. kafla 1.3. Enn fremur gæti sú staðreynd styrkt notkun nefnifalls í
þessari stöðu, að skyldubundið afturbeygðar sagnir taka alltaf með sér
nefnifall í hliðstæðum dæmum:
(56) Hann hegðaði sér eins og sönn /n?í/a/*sannri hetju
(57) Hún hagaði sér eins og manneskja/*manneskju
Ekki er þessu þó alltaf á þennan veg farið. Auðvelt er að finna dæmi
21 Sjá þó kafla 2.1.
22 Aðeins hafa verið tilgreind dæmi, þar sem frumlæg viðmiðun er útilokuð af
röklegum/merkingarlegum ástæðum. Auðvelt er að finna dæmi hins gagnstæða,
þ. e. þar sem andlæg viðmiðun er ólíkleg:
(i) Hann gætti hans (stráksins) sem varðhundur/*va.r&hunds
Með sögninni að gæta stendur nafnorðið varðhundur oftast sem gerandi, og því
er andlægur samanburður/tilvísun í dæmi (i) útilokaður.