Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 115
Sambeyging með afturbeygðum sögnum 113
með valfrjálst afturbeygðri sögn, þar sem þgf. er eðlilegra í sem-lið en
nf., þveröfugt við dæmi (18)-(19):
(58) Hann hrósaði sér sem ?Z>/argvíEííHr/bjargvætti
(59) Hann borgaði sér sem Imilli/milla
Er spurst var fyrir um þessi dæmi, töldu langflestir, að þgf. væri
eðlilegra en nf., þótt nf. sé ekki útilokað. Skýring þessa kann að vera sú,
að nærtækast virðist að túlka .vem-liðina á dæmum (18)-(19) sem raun-
verulega, þ. e. viðkomandi er vísindamaður. Hins vegar er eðlilegt að
líta á sem-liðina í dæmum (58)-(59) sem óraunverulega, þ. e.: eins og
viðkomandi sé bjargvœttur/milli, sem hann er ekki. Samkvæmt því,
sem fram kom í kafla 3.1 er fylgni milli nefnifalls og raunverulegs sem-
liðar annars vegar og aukafalls og óraunverulegs .vem-liðar hins vegar.
Sé þessi skýring rétt, er ljóst að taka verður tillit til slíkra merkingar-
legra atriða í einstökum tilvikum.
Niðurstaðan verður því sú, að valfrjálst afturbeygðar sagnir leyfa
oftast hvort tveggja, frumlægan og andlægan samanburð, þó með þeim
fyrirvara, að frumlægur samanburður er algengari en andlægur með
þgf.-sögnum og einkum þó ef.-sögnum. Enn fremur verður að taka
tillit til merkingarfræðilegra atriða, sem útilokað geta annan hvom
möguleikann.
3.5
í þeim dæmum, sem tilgreind hafa verið um óvissu um fallanotkun
í sem-lið, hefur viðmiðunarorðið ávallt verið lifandi vera, enda lang-
algengast, að svo sé. Hins vegar er einnig unnt að bera eitthvað saman
við eða vísa til dauðra hluta, eiginleika þeirra eða lögunar. í slíkum
tilvikum er fallanotkun mjög oft á reiki, enda næg dæmi um hvora
notkunina sem er, og virðist erfitt að greina þar nokkra reglu eða finna
skýringu. Dæmi:
(60) Hann dró sig saman eins og bolti/bolta
(61) Hann mýkti sig eins og froða/froðu
(62) Hann blés sig út eins og blaðra/blöðru
(63) Hann gerði sig stífan sem spýta/spýtu
í öllum dæmunum eru umsagnirnar valfrjálst afturbeygðar, og um
samanburðarliði er að ræða frekar en tilvísunarliði. Samkvæmt framan-
sögðu ættu sbl. í (60)-(63) annaðhvort að vera frumlægir eða andlægir.
íslenskt mál II 8