Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 116
114
Jón Friðjónsson
En frumlægur samanburður er mjög óeðlilegur, þar sem um dauða
hluti er að ræða, sem ekki geta staðið sem gerendur:
(60) b ?. . . eins og bolti dregur sig saman
(61) b ?. . . eins og froða mýkir sig
(62) b ?.. . eins og blaðra blæs sig út
(63) b ?.. . eins og spýta gerir sig stífa
Umyrðingar á borð við (60)b-(63)b koma vart til greina, þar sem
dauðir hlutir geta ekki staðið sem gerendur í samböndum af þessari
gerð. En ef gert er ráð fyrir andlægum samanburði, fást ekki heldur
tækar setningar:
(60) c ?... eins og maður dregur bolta saman
(61) c ?... eins og maður mýkir froðu
(62) c ?... eins og maður blæs út blöðru
(63) c ?. . . eins og maður gerir spýtu stífa
Af röklegum ástæðum má telja leiðir (61)c og (63)c útilokaðar og
leiðir (60)c og (62)c hljóta að teljast langsóttar og hæpnar. Þá virðist
sá möguleiki kannski helst eftir23 að gera ráð fyrir, að ákvæðisorðin í
dæmum (60)-(63) standi sem sagnfylling með sögninni vera, sem er þá
undanskilin. Slíka túlkun má umyrða svo fyrir dæmi (60):
(60)d Hann dró sig saman [svo að hann varð] eins og bolti [er]
Á svipaðan hátt má umyrða dæmi (61)-(63). í reynd er það hins
vegar svo, að í slíkum dæmum er mikil óvissa um fallanotkun ríkjandi.
Þessarar óvissu sér stað á þann hátt, að flestir þeir, er spurðir voru álits
á slíkum dæmum, voru sjálfum sér ósamkvæmir, notuðu ýmist nf. eða
þf. í sömu dæmum. Einkum á þetta þó við um dæmi (60) og (62), en
flestir kusu fremur nf. en þf. í dæmum (61) og (63).
4
Hér að framan hefur nokkuð verið fjallað um afturbeygðar sagnir
almennt og sýnt fram á mismunandi eiginleika þeirra, sem m. a. koma
fram í ólíkri setningafræðilegri notkun og óvissu um val falls í jem-lið
23 Hugsanlegt er, að til séu sbl., sem ekki eru dregnir af setningum eða um-
orðanlegir á þann hátt, sem gert var ráð fyrir hér að framan. Þá væri gert ráð
fyrir, að sem/eins og sé einhvers konar forsetning. Um slík dæmi úr ensku og
fleiri málum sjá Hankamer (1973).