Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 117
115
Sambeyging með afturbeygðum sögnum
í mörgum tilvikum. Það, sem óvissu veldur við sambeygingu með aftur-
beygðum sögnum, er fyrst og fremst það einkenni valfrjálst aftur-
beygðra sagna, að með þeim kemur yfirleitt hvort tveggja til greina,
frumlægur og andlægur samanburður (tilvísun), og oft skiptir ekki
verulegu máli merkingarlega, hvor kosturinn valinn er, þar sem frum-
lagið og andlagið (afn.) er ein og sama persóna. Með skyldubundið
afturbeygðum sögnum kemur hins vegar aðeins frumlæg viðmiðun til
greina.
Bent er á önnur atriði, sem ekki eru háð því, hvort sögn er valfrjálst
eða skyldubundið afturbeygð, en þessi atriði stuðla þó einnig að óvissu
um sambeygingu, sbr. 3.3-3.5. Merkingarfræðileg atriði á borð við
gerandi og lifandi skipta hér höfuðmáli. Enn fremur er fjallað sérstak-
lega um dæmi, þar sem borið er saman við eða vísað til dauðra hluta,
sbr. 3.5. í kafla 3.3 er á það bent, að merking samanburðarorðs kann
í einstökum tilvikum að skipta höfuðmáli. Loks er í kafla 3.4 sýnt, að
þgf. og einkum ef. virðist í mörgum tilvikum eiga erfitt uppdráttar í
sem-lið, sýnist veikara í þessari stöðu en nf. og þf. í sömu stöðu. Þessa
tilhneigingu til að nota frekar frumlæga tilvísun með valfrjálst aftur-
beygðum þgf./ef.-sögnum er reynt að skýra á tvennan hátt. í fyrsta lagi
eru valfrjálst afturbeygðar þgf./ef.-sagnir sjaldgæfari en sams konar
þf.-sagnir. í öðru lagi taka skyldubundið afturbeygðar sagnir ávallt með
sér nf. í sem-\i(S, og gæti áhrifa frá slíkum sögnum gætt við sambeyg-
ingu með valfrjálst afturbeygðum sögnum.24
24 Þeir Höskuldur Þráinsson og Halldór Halldórsson lásu þessa grein yfir í
handriti og bentu á fjölmörg atriði, sem betur máttu fara. Kann ég þeim bestu
þakkir fyrir, en að sjálfsögðu ber ég einn ábyrgð á efni þessarar greinar og fram-
setningu.
Háskóla íslands,
Reykjavík
HEIMILDASKRÁ
Andrews, Avery D. 1973. Agreement and Deletion. Papers from the Ninth Annual
Regional Meeting of the Chicago Linguistic Society, bls. 23-33. Chicago
Linguistic Society, Chicago.
Duden — Grammatik der deutschen Gegenwartssprache. 3. neu bearbeitete und
erweiterte Auflage. Mannheim, 1973.
Hankamer, Jorge. 1973. Why there are two tharís in English. Papers from the