Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 126
124
Jón Hilmar Jónsson
lausmarkaðra andyrða gagnvart staðhæfingu/neitun gefur tilefni til að
huga nokkru nánar að andyrðum af því tagi.
1.4
í málvitundinni er mjög sterk tilhneiging til að greina á milli andyrða
á þann veg að ætla öðru þeirra jákvætt gildi, hinu neikvætt. Þegar
myndanlega tengd orð eiga í hlut, er yfirleitt samsvörun á milli grunn-
orðsins og jákvæðs gildis í málvitundinni annars vegar og á milli af-
leidds orðs með neitandi orðmyndun og neikvæðs gildis í málvitund-
inni hins vegar. Þegar um slíkt er að ræða, styður formgerð málsins
beinlínis þann greinarmun sem málvitundin gerir. Svo er þó hvergi
nærri alltaf, og í vissum tilvikum er beint ósamræmi á milli formgerðar-
innar og þess gildis sem orðin hafa í málvitundinni: ófeiminn hefur
í málvitundinni jákvætt gildi gagnvart feiminn, ónískur gagnvart nískur
o. s. frv. Og þegar um myndanlega óskyld orð er að ræða, er ekki á
sama hátt hægt að skírskota til formgerðar málsins. En hvað sem því
líður hefur góður ótvírætt jákvætt gildi gagnvart vondur, fallegur gagn-
vart Ijótur o. s. frv. Það er athugunarefni að hvaða marki slík aðgrein-
ing einkennir andyrðasambönd, og ekki er síður vert að skoða hvaða
gildi hún hefur fyrir hegðun andyrða í málinu.
1.5
Einn flokkur andyrða hefur verulega sérstöðu, jafnvel er litið svo
á að slík orð séu andyrði öllum öðrum orðum fremur. Hér er átt við
þau orð sem vísa til mælanleika. í þessum hópi eru andyrði eins og
langur : stuttur, hár : lágur, breiður : mjór, þykkur : þunnur, gamall :
ungur. Þau taka mæliákvörðun af einhverju tagi:
(23) Stöngin er fjögurra metra há
(24) Fjölin er tveggja sentimetra þykk
(25) Stelpan er átta ára gömul
Við mæliákvörðun er aðeins annað andyrðanna tækt (í pörunum að
ofan það sem nefnt er fyrr hverju sinni). Jafnan er litið svo á að þar
sé jafnframt það lýsingarorðið á ferðinni sem hafi jákvætt gildi í
andyrðasambandinu (sjá Bierwisch 1967:6-9; Givón 1970:820-822;
Ljung 1974:74-77). í notkun annars lýsingarorðsins felst þó ekki til-
vísun til gildis þess andspænis andyrði sínu. í staðhæfingunni Bandið