Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 127
Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf-
125
er 50 sm langt felst engin vísbending um það hvort bandið sé langt
eða stutt, andyrðasambandið er upphafið við mæliákvörðunina. Af
því leiðir að jákvætt og neikvætt gildi, að svo miklu leyti sem um það
er að ræða, er upphafið líka. Því er einmitt svo háttað að andyrði sem
vísa til mælanleika eru yfirleitt ekki skýrt aðgreind í málvitundinni
með tilliti til jákvæðs og neikvæðs gildis og hreint ekki Ijóst að það
orðið sem fram kemur við mæliákvörðun sé fremur jákvætt en hitt.
í andyrðunum þykkur : þunnur er naumast fólgin andstæðan jákvætt/
neikvætt, og enda þótt gamall komi fram við mæliákvörðun, verður
ekki sagt að það hafi ótvírætt jákvætt gildi gagnvart ungur. Innbyrðis
afstaða andyrða af þessu tagi einkennist þannig ekki af andstæðunni
jákvætt/neikvætt gildi með sama hætti og afstaða andyrða eins og
duglegur : latur hvors til annars, þar sem málvitundin sýnir glögga
aðgreiningu. Hér verður jákvætt/neikvætt gildi lýsingarorða miðað við
andyrðasambönd á borð við duglegur : latur. Af því leiðir að lýsingar-
orð sem ekki eiga sér bein andyrði geta einnig falið í sér jákvætt eða
neikvætt gildi: hláturmildur, einmana, asnalegur.
Það er einkennandi fyrir lausmörkuð andyrðasambönd á borð við
st°r : lítill að þau hafa lausbundið, afstætt gildi. Staðhæfingin Þessi
mús er stór segir ekki ákveðið til um stærð músarinnar, heldur felst í
henni að músin sé stór miðað við það sem almennt gildi um mýs. Það
er Ijóst að í staðhæfingunni Þetta Ijón er lítið felst meira stærðargildi
i lítill en fólst í stór í fyrri staðhæfingunni, vegna þess að ljón hefur
hærri stærðarviðmiðun en mús. Að baki slíkum lýsingarorðum er þannig
um að ræða ákveðið viðmiðunargildi, ólíkt frá einu merkingarmiði til
annars, og það er þetta viðmiðunargildi sem er afgerandi fyrir merk-
ingarsamband andyrðapars eins og stór : lítill. Viðmiðunargildið liggur
a þeirra gilda sem andyrðin vísa til, annars vegar umframgildis,
sem stór hefur í þessu tilviki, hins vegar vöntunargildis, sem felst í and-
yrðinu lítill (sbr. Bierwisch 1967:10-12).
Sú afstaða til viðmiðunargildisins sem hér var lýst einkennir mjög
þau andyrði sem vísa til mælanleika. En mælanleiki er sýnilega of
þröng viðmiðun fyrir andyrði af þessu tagi. Andyrðin stór : lítill eru
á vissan hátt til marks um það, því að þau vísa til fleirvíddargildis
sem að jafnaði er ekki tjáð sem mæliákvörðun í ákvæði með lýsingar-
orðinu á sama hátt og t. d. langur : stuttur í staðhæfingunni Sundlaug-
m er 25 m löng. Enda þótt andyrðin dýr : ódýr vísi til mælanleika, er