Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 129
Vm merkingu og hlutverk forliðarins hálf-
127
gildis í málvitundinni og hafa óáþreifanlegt merkingarmið. Munurinn
er sá að annað andyrðið, það sem hefur jákvætt gildi í málvitundinni,
liggur nær viðmiðunargildinu eða beinlínis felur það í sér (sjá skýringar-
mynd 2, sbr. Bierwisch 1967:12). Slík andyrði eru þannig misvæg
innbyrðis.
Skýringarmynd 2
-----------------------*----------------------
latur duglegur
Áður var lýst hegðun andyrðanna duglegur : latur gagnvart staðhæf-
ingu/neitun, en þar kemur innbyrðis misvægi þeirra einmitt glöggt
fram. Misvægi slíkra lýsingarorða verður enn skýrara, þegar andyrði
er beitt við tvíliða samanburð:
(27) Björn og Tryggvi eru báðir klaufskir, en Tryggvi er lagnari
en Björn
(28) *Björn og Tryggvi eru báðir lagnir, en Bjöm er klaufskari en
Tryggvi
(29) Bergur og Sveinn em báðir leiðinlegir, en Bergur er skemmti-
legri en Sveinn
(30) *Bergur og Sveinn em báðir skemmtilegir, en Sveinn er leiðin-
legri en Bergur
Greinilegur munur er á notkun lýsingarorðanna í setningum sem
þessum. Aðeins annað andyrðanna, það sem hefur jákvætt gildi í mál-
vitundinni, er tækt sem samanburðarorð, neikvæða andyrðið er ótækt.
Skilyrði er að orðið sem lýsingarorðið vísar til feli ekki í sér neikvætt
gildi (sjá Cmse 1976:283-286):
(31) *Báðir verkimir vom óþægilegir, en magaverkurinn var þægi-
legri en höfuðverkurinn
Andyrðin góður : vondur em einstök gagnvart tvíliða samanburði að
því leyti, að þar er með sérstöku samanburðarorði vísað til jákvæðara
gildis tveggja neikvæðra liða:
(32) Kökumar eru báðar vondar, en kleinan er skárri en snúðurinn
Þessi séraðgreining, sem með öðra er til marks um stöðu andyrðanna