Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 130
128
Jón Hilmar Jónsson
góður : vondur sem eins konar grunnandyrða í þessum flokki, hindrar
hins vegar ekki að vondur leyfi tvíliða samanburð með andyrði sínu
góður hliðstætt við önnur andyrðasambönd:
(33) Kökumar em báðar vondar, en kleinan er betri en snúðurinn
Misvægi andyrða af þessu tagi er fólgið í því að annað orðið, það sem
hefur jákvætt gildi í málvitundinni, er gmnnorðið í sambandinu og
felur viðmiðunargildi þess í sér. Neikvæða orðið hefur að því leyti
þrengra gildi og er háð hinu jákvæða andyrði sínu. Innbyrðis afstaða
andyrðanna einkennist af því sem felst í málfræðihugtökunum merkt
og ómerkt, jákvæða orðið er ómerkt í andyrðasambandinu, neikvæða
orðið er merkt.4
Jafnvæg andyrðasambönd leyfa tvíliða samanburð með andyrðum á
hvorn veginn sem er:
(34) Egill og Ari em báðir gamlir, en Egill er yngri en Ari
(35) Þórður og Einar em báðir ungir, en Einar er eldri en Þórður
(36) Dúkarnir em báðir breiðir, en sá hvíti er mjórri en sá svarti
(37) Dúkamir eru báðir mjóir, en sá blái er breiðari en sá rauði
(38) Dýnurnar em báðar mjúkar, en sú stóra er harðari en sú litla
(39) Dýnurnar eru báðar harðar, en sú nýja er mýkri en sú gamla
1.7
Sú athugun á andyrðasamböndum sem hér hefur verið gerð hefur
gmndvallarþýðingu til skilnings á notkun forliðarins hálf- í nútímamáli.
Notkun forliðarins í setningum (15)-(22) endurspeglar einmitt mun
jafnvægra og misvægra andyrða. Ljóst er að forliðurinn tengist fyrst
og fremst hinum neikvæða, merkta lið misvægra andyrðasambanda.
Enn er komið að spurningunni um hvernig megi skýra þær takmarkanir
á notkun hálf- sem setningar (15)-(22) vitna um. Verður að nægja að
4 Hugtökin mcrkt og ómcrkt vísa til þess sem á ensku er nefnt markedncss og
á við tvíliða andstæðu, þar sem annar liðurinn er eins konar grunnliður andstæðu-
sambandsins (e. unmarked), en hinn felur í sér aukaþátt eða frávik (e. marked).
Þessi hugtök eiga upptök sín í hljóðkerfisfræðinni og hafa víðtækast gildi þar, en
þau hafa einnig sannað gildi sitt fyrir myndanfræði (morfólógíu) og merkingar-
fræði. Um notkun þeirra við lýsingu andyrðasambanda vísast til Lamb (1969), svo
og Ljung (1974). Almenna lýsingu á þessum hugtökum er að finna hjá Schane
(1970).