Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 131
129
Um merkingu og hlutverk forliðarins liálf-
vísa til ólíkra tegunda andyrða á þann veg sem lýst hefur verið að
framan, eða er unnt að greina djúptækari skýringar á hegðun for-
liðarins? Athyglin beinist í því sambandi að hinni sögulegu þróun í
notkun forliðarins hálf- og því hlutverki hans sem fyrst var nefnt,
deiliákvörðun.
2.
2.1
Augljós vandkvæði eru á að kalla fomar íslenskar málheimildir til
vitnis um upphaflegt hlutverk forliðarins hálf- í íslensku. Tiltæk dæmi
benda þó eindregið til þess að notkun hans hafi verið með öðmm hætti
í fornmáli en í nútímamáli, og þau styrkja um leið þá ályktun sem
tengsl forliðarins við lo. hálfur gefa tilefni til, að upphaflegt hlutverk
hans felist í deiliákvörðun. En þau fela einnig í sér vísbendingu um
forsendur þeirra breytinga sem orðið hafa á hlutverki forliðarins og
leiða í Ijós samhengi á milli stigákvörðunarhlutverks og upphaflegrar
deiliákvörðunar.
í orðabók Fritzners yfir fommálið er gefin eftirfarandi lýsing á
hlutverki forliðarins hálf-: „half kan foruden at forekomme i andre
Sammensætninger ogsaa forbindes med 1) Præt. Part. af ethvert Verbum
°g flere Adjektiver af lignende Betydning for saaledes at betegne Hand-
lingen som kun for Halvdelen fuldbyrdet, Tilstanden, som kun halvveis
indtraadt . . . 2) de for Tieme dannede Taladjektiver med Endelseme
tugr og rœðr for at udtrykke, at en halv Dekade eller et Antal af fem
skal fradrages . . .“ (Fritzner 1954: I, 703). Miðað við nútímamál
samræmist þessi lýsing greinilega miklu fremur deiliákvörðun en stig-
ákvörðun. í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar er ekki gefin
sambærileg lýsing á hlutverki forliðarins hálf- í fornmáli, en þar er að
finna ummæli þess efnis að stigákvörðun með hálf- sé ungt máleinkenni:
„in mod. usage hálf is freq. used = rather, e.g. hálf-kalt, adj. rather
cold . . . hálf-soltinn, hálf-þyrstr, adj. rather hungry, rather thirsty,
etc. and in endless compds.“ (Cleasby — Vigfússon:243). Umsagnir
orðabókanna beggja hníga þannig í sömu átt og hafa óneitanlega nokk-
urt gildi út af fyrir sig, en meira er þó vert um vitnisburð þeirra dæma
sem tilfærð em úr fornmáli, og er þá nægjanlegt að vísa til orðabókar
Fritzners.
íslenskt mál II 9