Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 134
132
Jón Hilmar Jónsson
tilhneiging til aðgreiningar á þann veg að hálffullur færist nær fullnaðar-
gildinu fullur, háljtómur nær fullnaðargildinu tómur. En það eru þó
andyrðasambönd af öðru tagi sem líklegt er að hafi enn frekar stuðlað
að röskun á upphaflegu deiliákvörðunarhlutverki forliðarins hálf-.
Hjá Fritzner er vísað til dæma um samböndin hálfdauður og hálflif-
andi:
ok var hann þriá daga hálfdauðr, svá at hann mátti hvárki mæla
né benda. (Mar. 144:9)
at halflifandi maðr er fluttr i hvilldar herbergi fyrir goðuilia dygð
Samaritani. (Mar. 192:10-11)
Um sambandið hálfdauður eru allmörg dæmi úr fommáli, m. a.:
oc leto hann þar liGia halfdauðan. (Ól. 653:7-8)
Andyrðasambönd eins og lifandi : dauður, sýndur/sjáandi : blindur
eru að því leyti hliðstæð andyrðum á borð við fullur : tómur, klœddur
: nakinn að þau hafa fullnaðarmerkingu.* 7 Að öðra leyti er grandvallar-
munur á þessum tvenns konar samböndum. Andyrðin fullur : tómur,
klœddur : nakinn era jafnvæg, bundin tvístefnukvarða og líkjast að
því leyti andyrðum eins og stór : lítill, þótt þau hafi annars konar
innbyrðis afstöðu. Andyrðasamböndin lifandi : dauður, sjáandi : blind-
ur era hins vegar bundin einstefnukvarða, þar sem dauður og blindur
marka fullnaðarpunkt framvindu sem gengur bara í eina átt (sjá skýr-
ingarmynd 5). Að því leyti eru dauður og blindur misvæg gagnvart
andyrðum sínum, lifandi og sjáandi, sem vísa til ástands og kyrrstöðu.
Orðgerðin er raunar til marks um þetta misvægi, þar sem lifandi og
sjáandi era sagnmyndir með dvalarmerkingu, dauður og blindur aftur
á móti lýsingarorð. Þannig er eðlilegt að forliðurinn hálf- tengist fremur
þeim lið andyrðaparsins sem vísar til framvindu, þ. e. í þessum tilvikum
orðunum dauður og blindur.
Skýringarmynd 5
«------------------------------------------------*
LIFANDI dauður
7 í fornmáli verður einkum vart lo. sýndr sem andyrðis lo. blindr. Hér verður
til einföldunar tekið mið af nútímamáli og gengið út frá myndinni sjáandi í and-
yrðasambandinu.