Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 136
134
Jón Hilmar Jónsson
hálf- hefur fengið hlutverk nándarákvörðunar með jafnvægum, fast-
mörkuðum andyrðum, kemur fram tilhneiging til misvægis í andyrða-
samböndunum fullur : tómur, klœddur : nakinn á þann veg, að nakinn
og tómur fá merkt, neikvætt gildi gagnvart andyrðum sínum klœddur
og fullur. Þetta misvægi kemur skýrt fram í nútímamáli, þar sem for-
liðurinn hálf- hefur að jafnaði hlutverk nándarákvörðunar með tómur
og nakinn og er áherslulaus, en kemur fram sem deiliákvörðun með
klœddur og fullur og hefur þá fulla áherslu:
(40) Tunnan er hálf'tóm
(41) Barnið er hálf'nakið
(42) Tunnan er 'hálf,full
(43) Barnið er 'hálf,klætt
Þegar um misvæg, fastmörkuð andyrðasambönd eins og lifandi : dauð-
ur, sjáandi : blindur er að ræða, er stigákvörðunin, bæði fullnaðar- og
nándarákvörðun, eðlilegri með merkta andyrðinu:
(44) Gamli maðurinn er alveg blindur
(45) Gamli maðurinn er hálfblindur
(46) ?Gamli maðurinn er alveg sjáandi
(47) ?Gamli maðurinn er hálfsjáandi
2.4
Eftir að hlutverk forliðarins hálf- hefur breyst í nándarákvörðun, er
hann ekki lengur bundinn við að standa með þeim orðum sem vísa til
beinnar framvindu. Nándarákvörðun kemur fram með þeim lýsingar-
orðum almennt sem hafa fastbundið gildi, einnig þeim sem ekki eiga
sér eiginleg andyrði. En einnig hér gildir það sama og þegar um and-
yrðasambönd er að ræða, að aðeins merkt, neikvæð lýsingarorð taka
nándarákvörðun með hálf-:
(48) Fólkið er næstum matarlaust
(49) Fólkið er hálfmatarlaust
(50) Úrlausnin er næstum lýtalaus
(51) *Úrlausnin er hálflýtalaus
(52) Lagið er næstum heimsfrægt
(53) *Lagið er hálfheimsfrægt
Þegar í fornmáli koma fyrir sambönd með hálf- sem minna á nándar-
ákvörðun af þessu tagi: