Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 139
Um merkingu og hlutverk jorliðarins hálj- 137
Um sum stigákvæði er óljóst, hvort þau gegna fremur hlutverki aukn-
ingar- eða takmörkunarákvörðunar:
(72) Þingmaðurinn er harla ánægður með árangurinn
(73) Ferðin var býsna skemmtileg
(74) Stóllinn er ósköp þægilegur
Þessi tvenns konar stigákvörðun er vitaskuld ekki bundin við þau
lýsingarorð sem standa í andyrðasambandi, heldur kemur hún fram
með öllum stigbreytanlegum lýsingarorðum, þótt þau eigi sér ekki bein
andyrði, þ. e. með þeim lýsingarorðum sem hafa lausbundið gildi:
(75) Gamla konan var mjög einmanna
(76) Gamla konan var frekar einmanna
(77) Þjófurinn varð ákaflega flóttalegur
(78) Þjófurinn varð allflóttalegur
2.6
í nútímamáli er stigákvörðunarhlutverk forliðarins hálf- ekki bundið
við nándarákvörðun, heldur gegnir hann einnig hlutverki takmörkunar-
akvörðunar með stigbreytanlegum lýsingarorðum. Það er stigákvörðun
af því tagi sem ummælin í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfús-
sonar eiga við, þar sem óbeint segir að hana sé ekki að finna í fornmáli.
Lýsingin á hlutverki forliðarins hálj- í orðabók Fritzners nær heldur
ekki til hennar né heldur eru þar nefnd dæmi, þar sem hálf- hefur
hlutverk takmörkunarákvörðunar. í viðaukabindi við orðabók Fritzners
(Fritzner 1972:140) er hins vegar vísað til dæmis um takmörkunar-
akvörðun með forliðnum hálj-. Dæmið er úr Samsons sögu fagra:
ecki var hann þeim styrilatur þviat kall var
halfhræddr vid hann. (Sams. 34:4)
Elstu handrit Samsons sögu, AM 343 a 4to og AM 589 b 4t0, eru talin
Lá 15. öld, til grundvallar útgáfutextanum er lagt AM 343 a 4to (sjá
Kat. AM: I, 578, 754). Hér er um að ræða elsta tiltækt dæmi sem
otvirætt sýnir takmörkunarákvörðun með forliðnum hálf-. Hún er því
komin til sögunnar á 15. öld, þótt óvíst sé að hvaða marki hennar
gætir á þeim tíma. En hvað sem því líður samræmist vitnisburður heim-
úda þeirri ályktun sem merkingarleg rök leiða til, að takmörkunar-
ákvörðun með hálj- spretti af nándarákvörðun forliðarins. Það kemur