Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 140
138
Jón Hilmar Jónsson
skýrt fram í því, að á sama hátt og við nándarákvörðun er takmörkunar-
ákvörðun með liálf- fyrst og fremst tengd merktum, neikvæðum lýs-
ingarorðum:
(79) Bankastjórinn er hálfsvartsýnn
(80) ?Bankastjórinn er hálfbjartsýnn
(81) Karlinn er hálfheimskur
(82) ?Karlinn er hálfvitur
(83) Fiskurinn er hálfvondur
(84) ?Fiskurinn er hálfgóður
Þegar um misvæg andyrði er að ræða, eins og í dæmunum að ofan, er
notkun hálf- með hinum ómerkta, jákvæða lið andyrðasambandsins
því aðeins eðlileg að málsamhengið hafi snúið andyrðasambandinu við,
hafi gert hinn merkta lið ómerktan:
(85) Bankastjórinn er bara hálfbjartsýnn
(86) Sagan er þrátt fyrir allt hálfskemmtileg
2.7
Það er til samræmis við þá merkingarþróun sem lýst hefur verið,
að takmörkunarákvörðun með forliðnum hálf- á fyrst og fremst við
hinn merkta lið misvægra, lausmarkaðra andyrðasambanda. Notkun
forliðarins með jafnvægum, lausmörkuðum andyrðum markast af þessu.
Hún er að jafnaði óeðlileg, sé hún skilin sem eiginleg takmörkunar-
ákvörðun, þar sem hálf- hefur sama gildi og takmörkunarákvæði eins
og frekar:
(87) Skórnir eru frekar stórir
(88) Skómir era hálfstórir
(89) Herbergið er frekar lítið
(90) Herbergið er hálflítið
Það hlutverk sem hálf- hefur í setningum (88) og (90) er ekki það að
takmarka umfram- og vöntunargildi í átt til þess viðmiðunargildis sem
um er að ræða (þess sem almennt á við um skó og herbergi), heldur
að láta í ljós það gildi sem felst í ákvæðinu of, þar sem viðmiðunar-
gildið er bundið af samhengi hverju sinni. Skýringin á þessari notkun
forliðarins hálf- með jafnvægum, lausmörkuðum andyrðum er einmitt
sú, að gagnvart bundnu viðmiðunargildi marka ákvæðin nógu og of
misvæga innbyrðis afstöðu, þar sem nógu hefur ómerkt gildi, of merkt.