Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 143
Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf- 141
(116) Davíð hálfskemmdi stuðarann á bílnum
3.2
Þessi notkun forliðarins hálf- með sögnum, sem ekki gætir fyrr en
í yngra máli, markast þannig að verulegu leyti af sömu reglum og
gilda um notkun forliðarins með lýsingarorðum. Þar sem um merk-
ingarleg andstæðusambönd er að ræða meðal sagna, er notkun for-
liðarins bundin við misvæg sambönd og hinn merkta, neikvæða lið
slíkra sambanda. í notkun forliðarins með sögnum er sama nándar-
ákvörðun á ferðinni og fram kemur með lýsingarorðum með fastbundnu
gildi, forliðurinn hefur hliðstæða merkingu og nándarákvæði eins og
nœstum, nœrri (þvi). Tiltölulega frjáls notkun hálf- sem nándarákvæðis
með sögnum miðað við lýsingarorð er eðlileg, þegar á það er litið að
merking sagna einkennist ekki í sama mæli af jákvæðu/neikvæðu
gildi og merking lýsingarorða.
Það greinir einnig á milli nándarákvörðunar hálf- með sögnum og
lýsingarorðum, að hálf- er setningarlega frjálsara með sögnum og getur
staðið á eftir sögninni og jafnvel andlagi hennar, þ. e. verið bakstætt
eins og önnur nándarákvæði sagna:
(117) Stelpurnar langar hálf í bíó
(118) Fyrirtækið fór hálf á hausinn
(119) Steinn faðmaði Björgu hálf að sér
(120) Veðrið versnaði hálf með kvöldinu
(121) Stefán ljókkaði hálf við fölsku tennumar
(122) Kennarinn skammaði strákinn hálf fyrir frammistöðuna
Sem bakstætt ákvæði hefur hálf- setningarlega aðlagast stigákvörðunar-
hlutverki sínu með sögnum. Það er til marks um að hér er málnýjung
á ferðinni, að þessarar orðstöðu gætir fyrst og fremst í talmáli.
4.
í nútímamáli kemur forliðurinn hálf- ekki einungis fyrir sem sjálf-
stætt ákvæði á þann veg sem gerð hefur verið grein fyrir að framan.
Hann er einnig að finna sem forlið í ákvæðisorðum, í samböndunum
hálfvegis, hálfpartinn, hálfgert, hálfgerður, hálfgildings. í þessum
ákvæðum felst deili- eða stigákvörðun af hliðstæðu tagi og í forliðnum
hálf- sem sjálfstæðu ákvæði. Sambandið hálfvegis, sem fram kemur