Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 144
142
Jón Hilmar Jónsson
með lýsingarorðum og sögnum, getur bæði falið í sér deili- og stig-
ákvörðun. Sama er að segja um sambandið hálfgildings, sem stendur
með nafnorðum, þótt það gegni að vísu fremur hlutverki deiliákvörð-
unar. En í hinum samböndunum þremur felst stigákvörðun á hlið-
stæðan hátt og í forliðnum hálf-. Það er athugunarefni hvort stig-
ákvörðunarhlutverk þessara samsettu ákvæða kunni að einhverju leyti
að vera mótað af merkingarþróun stigákvæðisins hálf-. Þess er að
gæta að orðið hálfvegis á sér erlendan uppruna. Það kemur snemma
inn í norræn mál úr lágþýsku, dæmi eru um það í norsku þegar
um 1400 (sbr. Falk & Torp 1960: I, 375; sjá einnig DN: 427:13).
Líklegt er og að orðið hálfpartinn sé af erlendum uppruna og það sé
mótað eftir samsvarandi sambandi í dönsku, halvparten (sjá Ordb. d.
spr. : VII, 786). Myndin hálfpart kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu, að
því er virðist sem eins konar stigákvarðandi atviksorð, en skýr dæmi
um myndina hálfpartinn sem ákvæði eru ekki tiltæk fyrr en frá 19. öld
(sjá Bandle 1956:345, sbr. og OH). En enda þótt þessi sambönd séu
af erlendum uppruna, hindrar það vitaskuld ekki að notkun þeirra
mótist af notkun stigákvæðisins hálf-. Eðlilegt er að líta á samböndin
hálfvegis og hálfpartinn, og ekki síður sambandið hálfgert, sem setn-
ingarlegar aðlögunarmyndir hálf- sem ákvæðis með sögnum. í þessum
samböndum losnar hálf- frá setningarlegri stöðu sinni sem forliður og
verður að sjálfstæðu ákvæðisorði. Þau dæmi sem finna má í OH sýna
og hálfpartinn og hálfgert sem sagnarákvæði. Þau eru einkum áberandi
með so. vera og ýmsum samsettum sagnmyndum:
Jeg er . . . með lítinn hlut, sem jeg hálfpartinn var að hugsa um að
biðja yður að . . . kaupa af mjer. (Ið. II, 313)
Hálfpartinn er mér farið að lengja eftir bréfi frá þér. (Sag. 70)
Ja, ég er liálfpartinn að hugsa um að fara í kringum hnöttinn.
(TMM 1940, 220)
hann hefði verið hálfgjört í vandræðum að hugsa sér ástæður þar
á móti. (NF XXVI, 89)
almenningur ... myndi hálfgert álíta Grím geggjaðan sérvitring
fyrir einþykkni hans. (StGStBr: IV, 182)
Ákvæðin hálfvegis, hálfpartinn og hálfgert eru greinilega einkum tengd
sögnum, þótt þau geti raunar einnig komið fram sem stigákvæði með
lýsingarorðum: