Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 147
Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf- 145
(144) Stöngin er nokkuð löng
(145) Stöngin er nokkuð stutt
Hér er ekki tilefni til að víkja nánar að einstökum stigákvæðum né
til að fjalla um stigákvörðun almennt. Þó er nauðsynlegt að nefna eitt
meginatriði, sem vafalaust hefur haft sín áhrif á þær breytingar sem
orðið hafa á notkun hálf-. Hér er átt við þann hreyfanleika og þá
endurnýjun sem stöðugt er að verki innan stigákvörðunarkerfisins. Því
miður má þetta efni heita ókannað, og verður að nægja að vitna til
alkunnra dæma. Forliðurinn all- með lýsingarorðum gegnir í fornmáli
hlutverki aukningarákvörðunar, en hefur fengið hlutverk takmörkunar-
ákvörðunar í yngra máli. Forliðurinn full- lætur í Ijós fullnaðarákvörðun
í fornmáli, bæði með lýsingarhætti þátíðar sagna og með lýsingarorðum.
í nútímamáli hefur full- að auki fengið merkinguna of. En það er ekki
einungis að einstök ákvæði hafi breytt um merkingu frá fommáli til
nútímamáls. Langalgengasta fullnaðarákvæðið í nútímamáli er alveg,
en ekki em eldri dæmi um það orð í OH en frá 18. öld. Aukningar-
ákvæði era mörg og fjölbreytileg í nútímamáli, einkum þau orð sem láta
í ljós sterka tilfinningamerkingu (sbr. kafla 2.5. hér að framan). Meðal
þeirra ákvæða er að finna margvíslegar stílgerðir, sem vitna um þá
stöðugu endurnýjun sem á sér stað á þessum orðum. Hvatinn að endur-
nýjuninni virðist með einhverjum hætti tengdur þörfinni á sterkari
ákvörðun samfara því að fyrri ákvæði missa styrk sinn, eins og breyt-
ingin á merkingu forliðarins all- sýnir. Ein yngsta breytingin í þessa átt
setur mjög svip sinn á nútímamál, einkum talmál, en þar er um að ræða
notkun alveg til tvöfaldrar ákvörðunar, þannig að fram kemur eins
konar nýtt hástig. Einkum er algengt að alveg standi með aukningar-
ákvæðum.
(146) Myndin er alveg ofsalega skemmtileg
(147) Myndin er alveg hundleiðinleg
En alveg getur einnig staðið með öðm fullnaðarákvæði til að láta í
ljós aukna stigákvörðun:
(148) Sjóðurinn er alveg gjörsamlega tómur
Ein meginniðurstaða þeirrar athugunar sem hér hefur verið gerð
er sú, að notkun ákvæðisins hálf- í nútímamáli sækir einkenni sín til
hinnar sögulegu þróunar. í hreyfanleika stigákvörðunarkerfisins era
íslcnskt mál II 10