Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 153
Um þriðju persónu eintölu í norrœnu
151
2.2
í grein frá árinu 1954 reyna þeir A. S. C. Ross og R. A. Crossland
að leiða rök að því að rétt eins og öruggt sé að frumgermönsk önghljóð
hafi haft raddaðar og óraddaðar sandhi-myndir (sandhi = samsetning,
samlögun), hafi v í frumnorrænu („Early Norse“) — nánar tiltekið í
sjöundu aldar norrænu — átt sér raddaða sandhi-tilsvörun, þ. e. R.
lafnframt halda þeir því fram að þegar þá hafi verið komið sögu hafi
hin raddaða sandhi-mynd ð verið orðin allsráðandi í endingu 2. p. fleir-
tölu (þ. e. 2. p. ft. *bindið en 3. p. et. *bindiþ). Á sjöundu öld hafi orðið
hljóðbreyting [9] > s sem leiddi til þess að -s og -R víxluðu sem sandhi-
myndir í 3. p. et. nt. fh. Fyrir tilviljun hafi það svo verið -R sem varð
allsráðandi í þessari endingu. Því miður er ekki hægt að sannreyna
tilgátu þeirra félaga, enda byggir enginn liður í röksemdafærslu þeirra
á óvefengjanlegum staðreyndum. Til dæmis er sú staðhæfing að raddaða
allómorfið -ð í 2. p. ft. hafi verið búið að útrýma því óraddaða, þ. e.
-þ, á sjöundu öld úr lausu lofti gripin og sett fram í þeim tilgangi einum
að koma í veg fyrir gagnrök, því annars hefði -þ í 2. p. ft. auðvitað
einnig átt að breytast í -R (eða -s) á sama hátt og -þ varð -R í 3. p. et.
3.
3.1
Önnur kenning er sú að hér sé um áhrifsbreytingu að ræða. Helsti
talsmaður þeirrar kenningar er Krause (1951:156; 1971:54), en flestir
hinna eldri málfræðinga, t. d. Noreen og Heusler, voru einnig á þeirri
skoðun. Því miður er þetta þó aðeins tilgáta sem ekki verður sannreynd.
Engin tiltekin ástæða er nefnd hvers vegna þess háttar áhrifsbreyting
hefði átt sér stað né heldur skilgreint það umhverfi sem skilyrt gæti
slíka breytingu. Þessi skýring hlýtur því að teljast algerlega ad hoc.
(Breyting fyrir áhrif 1. p. et. hefði þó að minnsta kosti fylgt mynstri
þátíðar sterkra sagna en þar varð hljóðrétt samfall fyrstu og þriðju
persónu eintölu.)
3.2
Kurylowicz (1949:32-34, 1973:81, 1977:18) fer bil beggja í skýr-
ingartilraun sinni, sem reyndar virðist bæði líkleg og rökföst. Hann
byggir á þeirri staðreynd að endingar 2. p. et. og 3. p. et. í germönsku
*-iz og *-iþ breyttust í *-z og *-þ í norrænu vegna brottfalls bindisér-