Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 157
155
Um þriðju persónu eintölu í norrænu
Það er sama hvert umhverfið er, ending 2. p. et. -R kemur alltaf fram
beint eða aðlagað. Hins vegar hverfur ending þriðju persónu -þ við
ákveðin skilyrði. Þetta gerðist í mörgum og mjög algengum sterkum
sögnum, sbr. halda, binda, verþa, svelta, snerta, detta, rísta o. fl. Úr
því að -r hafði víðari dreifingu en -þ varð áhrifsbreytingin í þá átt að
-R útrýmdi -þ en ekki öfugt.
6.2
Hafi regluleg hljóðfræðileg þróun 2. p. et. og 3. p. et. miðmyndar
verið eins, ekki aðeins í sterkum sögnum heldur líka í veikum, hefur
það eflaust einnig getað ýtt undir analógíska útbreiðslu endingar 2. p. et.
í hlutverki 3. p. et. — en þó því aðeins að hljóðrétt samfall yrði við
vissar aðstæður í germyndinni líka. Þannig breiðist samfallið út í allri
nútíð fh. vegna þess að samfall varð hljóðrétt í miðmynd og við vissar
aðstæður í germynd (ef stofn sagnar endaði á -l eða -n). í þátíð fh. í ger-
mynd og í nt./þt. vh. í germynd héldust 2. p. et. og 3. p. et. hins vegar
alltaf aðgreindar (sbr. þú namt: hann nam, þú gerþer : hann gerþe).
Ahrifsbreytingin fann því hvergi fótfestu þar og breiddist ekki meira út
í vesturnorrænu. Um orsakir þess að hún náði að breiðast út í þt. fh.
°g nt./þt. vh. í austumorrænu hefur Kurylowicz (1949) fjallað, eins og
áður er nefnt, og vísa ég til hans.
7.
7.1
Grundvöllur tilgátu þeirrar sem hér er sett fram er sú staðhæfing að
nútíðarendingamar í 2. p. et. og 3. p. et. -R og -þ að viðbættu aftur-
beygða fomafninu s(i)k hafi hljóðrétt orðið að -sk. Það er almennt
álitið að slík hafi þróunin einmitt orðið í 2. p. et., sbr. t. d. Noreen
(1970:368), Iversen (1961:161) o. fl. Hins vegar er ekki eins Ijóst að
sama þróun hafi orðið í 3. p. et. og þarfnast það nánari umfjöllunar.
7.2
Samkvæmt almennum handbókum (t. d. Heusler 1962, §359; Noreen
1970:369; Iversen 1961:152) hefur 3. p. et. nt. fh. í miðmynd endað á
-zk (t. d. bþtizk). Sú ending er síðan skýrð sem svo að þar hafi ending
3- p. et. -þ (eða -ð) orðið að -t á undan -sk, eins og fram komi í rithætt-
inum -zk.