Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 158
156
Jörundur Hilmarsson
7.3
Sé blaðað í orðabók Larssons (Larsson 1891) eða í bók Hreins Bene-
diktssonar Early Icelandic Script (1965), hlýtur sú framsetning þó ekki
staðfestingu. í báðum þessum verkum sést glögglega að yfirgnæfandi
meirihluti miðmyndarforma í 3. p. et. er ritaður einfaldlega með -sc en
ekki með -zc, og er óþarfi að tína til dæmi. Hins vegar er í 2. p. ft. nær
eingöngu rituð -z- (þ. e. -izc/-ezc), enda svarar sú miðmyndarending til
germyndarendingarinnar -ið/-eð.
8.
8.1
Ef haft er í huga að -z- (eða tannhljóð + 5) er rituð í endingu 2. p. ft.
miðmyndar og í miðmyndarformum sterkra sagna ef stofn þeirra endar
á tannhljóði (sbr. 3. p. et. queþsc, sezc o. s. frv.) og í öðrum orðum ef
tannhljóð og s koma saman (sbr. hrœzla), verður ekki hjá því komist
að álykta sem svo að hljóðgildi -z- hafi reyndar verið [ts]. Um það segir
líka Hreinn Benediktsson (1965:75): „Thus ‘z’ had at this time the
phonemic value of ts. That this was so is shown by the fact that ‘z’
altemates with ‘ts’ (or ‘tz’), not only where it stands for original t + s,
but also where it represents original þ or d + s, as, for instance, in qvafc
. . . 2nd plur. gimetzk . .. Very often, however, the spelling, and no
doubt the pronunciation also, was determined by morphophonemic
associations .. .“
8.2
Það er því fyllilega ómaksins vert að gaumgæfa hvort ólíkur ritháttur
3. p. et. og 2. p. ft. miðmyndar geti ekki verið mismunandi morfófónem-
ískum tengslum að kenna. í 2. p. ft. kom bindisérhljóðið -e- (-/'-) í veg
fyrir samrana stofns og endingar og tillíking varð því ekki, sbr. t. d.
bindeþ. Ending 2. p. ft. germyndar var því ótvírætt -(e)þ. í miðmynd
hélst þessi ending (eða þá að hún var endurgerð) vegna morfófónem-
ískra tengsla með þeim afleiðingum að -z- var stöðugt rituð í þeirri
endingu — þ. e. bindeþ -* bindezc (örin merkir hér = ‘veldur óbeint,
analógískt’).
8.3
I 3. p. et. vora samsvarandi tengsl hins vegar ekki eins augljós né
eðlileg. Vegna brottfalls sérhljóðsins breyttist endingin -iþ í -þ. (Elcki er