Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 163
MAGNÚS PÉTURSSON
Hugleiðingar um samband málfræði
og hljóðfræði
1- Inngangur
Eitt þeirra atriða, sem lengi hefur verið umræðuefni innan almennra
málvísinda, er samband hljóðfræði við málfræði og aðrar greinar mál-
vísinda. Segja má, að umræður og deilur um þetta efni hafi staðið yfir
í næstum heila öld eða allt frá því, að Pierre-Jean Rousselot birti hina
miklu doktorsritgerð sína um frönsku mállýzkuna í Cellefrouin í
Charente, þaðan sem hann var ættaður (Rousselot 1891). Síðan hafa
margir merkir vísindamenn lagt orð í belg í umræðum um þetta efni,
en málið virðist samt langt frá því að vera leyst, því að umræður ganga
enn í dag af engu minni hörku en var fyrir og um 1930, þegar öldurnar
risu sem hæst. Hér nægir að nefna nöfn þeirra Rousselot (1911),
Panconcelli-Calzia (1924,1948), Jones (1950), Hjelmslev (1943,1968a,
b), Martinet (1946), Zwirner og Zwirner (1936), Trubetzkoy (1962) og
Lindblom (1972), svo að aðeins séu nefndir þeir þekktustu, sem í þess-
ari deilu hafa tekið þátt.
Grundvallar eða tilefnis þessarar löngu og oft á tíðum óvægnu deilu
er að leita í því fyrirbæri, sem við nefnum málhljóð í daglegu tali. Hér
er vissulega um að ræða alveg einstakt fyrirbæri innan mannlegs máls.
Málhljóð er eina fyrirbæri málsins, sem birtist í eðlis- og líffræðilegum
fyrirbærum og hefur því bæði efnislega og huglæga hlið. Hægt er að
komast þannig að orði, að málhljóð sé í senn hluti af heimi hugsunar-
innar og efnisheiminum. Þessar sérstöku aðstæður hafa valdið því, að
málvísindamenn hafa átt í erfiðleikum með að flokka málhljóð innan
kenningakerfa um eðli tungumálsins.Reynt hefur verið að víkjast undan
vandamálinu með því að taka aðeins tillit til annars helmingsins: Annað-
hvort er málhljóðið einungis meðhöndlað sem formfyrirbæri eða aðeins
sem eðlisfræðilegt fyrirbæri. Lengst gengur Hjelmslev (1943) í með-
höndlun málhljóðsins sem formfyrirbæris og skilgreiningu tungumáls
sem hreins forms. Ýmsir tækjahljóðfræðingar viðurkenna hins vegar
tslenskt mál II 11