Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 164
162
Magnús Pétursson
aðeins hinn eðlisfræðilega raunveraleika. Um þessar tvær þverstæðu
stefnur snýst deilan. Ætlunin er að leggja hér nokkur orð í belg, enda
þótt varla sé hægt að vonast til að benda á lausn, sem allir sætta sig við.
2. Hin ýmsu sjónarmið
í lok 19. aldar varð ljóst, eftir því sem tækniþróun fleygði fram, að
hægt var að skrá talmál með mikilli nákvæmni og mæla lengd mál-
hljóðanna við ýmsar aðstæður. Menn uppgötvuðu ýmis áður óþekkt
lögmál mannlegs máls, þ. e. talaðs máls, sem virðast gilda fyrir öll
tungumál, enda þótt ekki séu þessi lögmál, eða öllu heldur forsendurnar
fyrir þeim, enn þann dag í dag fullkomlega skilin. Meðal slíkra lögmála
er t. d. lögmálið um eiginlengd hljóða, sem segir, að samhljóð sé því
lengra sem það er myndað með meiri lokun í munnholi. Þannig eru
lokhljóð lengri en önghljóð, og hliðar- og nefhljóð eru styttri en öng-
hljóð.1 Sérhljóð era því lengri sem þau era opnari. Þannig er við sömu
aðstæður a alltaf lengra en i eða u. Tvíhljóð era einnig lengri en ein-
hljóð. Auk þessa era ýmis atriði, sem áhrif hafa á lengd eins og t. d.
áherzla, gerð atkvæðis, staða í orði eða setningu, talhraði og fleiri atriði,
sem ekki er ástæða til að telja upp hér. Þetta lögmál og fleiri svipuð
komu í Ijós í rannsóknum Pierre-Jean Rousselot, og þeim lýsir hann í
hinu mikla riti sínu Principes de phonétique expérimentale (1897-1908).
Seinna hefur Emst A. Meyer lýst svipuðum lögmálum í ýmsum ritum,
einkum hinni frægu bók sinni Englische Lautdauer (1903). Lesandinn
getur nú fengið í samþjöppuðu formi upplýsingar um allar þessar
rannsóknir í hinni nýlegu bók Ilse Lehistes (1970).
Uppgvötanir Rousselots ollu miklu uppnámi meðal hljóðfræðinga og
menn skiptust fljótlega í tvo flokka. Annars vegar vora þeir, sem vora
andstæðir þessum rannsóknum, því að þeir gátu ekki skilið, hvaða
þýðingu þær hefðu fyrir málvísindin. Meðal þessara manna má nefna
Otto Jespersen, Paul Passy, Henry Sweet og Johan Storm, sem ýmist
1 Þetta kann að virðast svolítið mótsagnakennt í fljótu bragði, því að nefhljóð
eins og [m, n] eru mynduð með lokun í munnholi en önghljóð ekki. Þess ber þó
að gæta, að lokun í munnholi er veikari við myndun nefhljóða en lokhljóða. Er
það talið stafa af hinni lágu stöðu gómfillunnar, en ekki eru öll atriði þar að
lútandi sarnt fyllilega skýrð. Þó virðist ljóst, að telja verður nefhljóð mjög opin
hljóð, þrátt fyrir veika munnlokun. Lengdarhlutföllin eru því a. m. k. skýrð að
nokkru leyti.