Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 165
Hugleiðingar um samband málfræði og hljóðfræði 163
lýstu andstöðu sinni við slíkar rannsóknir eða skeyttu ekki um þær.
Yngri vísindamenn hrifust hins vegar af þessum rannsóknum og rann-
sóknaraðferðum, því að þeir eygðu þar möguleika í þá átt að gera hljóð-
fræði að óháðri vísindagrein, sem byggði á tölfræðilegri nákvæmni eins
og stærðfræði og eðlisfræði. Áhrif þessara manna jukust fljótlega og
styrkur þeirra var svo mikill, að frá 19.—22. apríl 1914 gátu þeir haldið
fyrsta alþjóðlegt þing tækjahljóðfræðinga í Hamborg. Vegna fyrri heims-
styrjaldarinnar, sem brauzt út það ár, komu fyrirlestrarnir ekki út á
prenti. Aðeins efnisútdrættirnir birtust (Panconcelli-Calzia 1914) og
því er þetta þing óvíða þekkt.
Þar eð báðir aðilar héldu fast við sinn málstað og fullyrtu, að þeir
einir skildu og vissu, hvað hljóðfræði raunverulega væri, varð ekki hjá
því komizt, að til árekstra hlyti að draga. Tækjahljóðfræðingarnir
reyndu að gera tækjahljóðfræðina að alveg óháðri vísindagrein, sem
hefði ekkert samband við málvísindi og það, sem þeir kölluðu með
fyrirlitningu „heymarhljóðfræði“ (þ. Ohrenphonetik). Þeir byggðu
gagnrýni sína á því, sem þeir kölluðu ónákvæmni eyrans. Mannlegt
eyra gæti alls ekki skynjað öll atriði, sem skiptu máli við myndun mál-
hljóða, og því yrði að grípa til óhlutdrægra og nákvæmra rannsóknar-
aðferða til að vita, hvað raunverulega ætti sér stað. Allt annað væm
getsakir og ágiskanir og slíkt gæti vitaskuld ekki verið grundvöllur
neinnar vísindagreinar. Þess vegna bæri að viðurkenna tækjahljóðfræði
sem óháða vísindagrein. Þannig varð klofningur innan hljóðfræðinnar,
sem reynzt hefur erfitt að eiga við og enn í dag eimir eftir af.
Panconcelli-Calzia skilgreindi hljóðfræði sem eðlisfræðilega vísinda-
grein í hinni frægu skilgreiningu sinni: „Die Experimentalphonetik hat
our folgende Aufgabe: sich in der Gegenwart vollziehende, vom Orte
unabhángige Phonationsvorgánge im normalen Organismus festzustell-
en> zu zergliedern, zu ordnen und zu erkláren" (Panconcelli-Calzia
1924:136). Þegar slík skilgreining er gefin, er ekki undarlegt, þótt hljóð-
fræði sé talin alveg óháð málvísindum og tungumáli, enda taldi Pan-
concelli-Calzia svo vera, er hann skrifar: „Die Experimentalphonetik
fusst ganz und gar auf der Mathematik, der Physik, der Morphologie,
Biologie und Physiologie; diese Wissenschaften bilden die Grundlage,
auf der die Experimentalphonetik dann selbstándig weiter baut“ (Pan-
concelli-Calzia 1924:137). Þar eð í þessari skilgreiningu er ekki minnzt
á tungumál, er aðeins rökrétt, að af því sé dregin sú ályktun, að ekki