Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 166
164
Magnús Péíursson
þurfi neitt til tungumáls að þekkja, ef rannsaka eigi það hljóðfræðilega.
Enda leggur Panconcelli-Calzia áherzlu á þetta sjónarmið í ritdómi um
bók Maurice Grammont Reclierches expérimentales sur la prononcia-
tion du cochinchinois (Paris 1909). Þar skrifar hann: „. . . Vorliegende
Arbeit beweist, wie ausgedehnt das Untersuchungsgebiet des Phone-
tikers ist und die zu untersuchende Sprache doch Nebensache ist, wenn
man rein phonetische (und nicht philologische) Ziele hat, und sogar,
dass — wie in diesem Fall — fiir den Phonetiker Kenntnisse in der
betreffenden Sprache nicht notwendig sind. Wieder ein Beweis, dass
die Phonetik keine Sklavin der Philologie, sondern die Grundlage
dieser Wissenschaft ist“ (Panconcelli-Calzia 1910).
Hljóðfræðin klofnaði nú aftur í tvær andstæðar stefnur: annars vegar
eðlisfræðilega tækjahljóðfræði, sem ekkert hafði með tungumál að gera
og ekki var hluti málvísinda og hins vegar málvísindalega hljóðfræði
eða hljóðkerfisfræði, sem var hluti málvísinda. Hér var um að ræða
nýjan klofning innan hljóðfræðinnar, sem ekki hafði jafnað sig eftir
fyrri klofninginn í heyrnar- og tækjahljóðfræði. Trubetzkoy (1962:7)
lagði áherzlu á, að hljóðkerfisfræðin væri alveg óháð hinni eðlisfræði-
legu hljóðfræði og svo gerðu einnig fylgismenn hans. Nú stóðu aftur
tvær andstæðar fylkingar hvor gegn annarri. Annars vegar málfræðingar
og hins vegar hljóðfræðingar. Hvorug fylkingin hafði áhuga á því,
sem hin hafðist að, og málvísindi og hljóðfræði þróuðust óháð hvort
öðru. Að vísu var reynt að bera klæði á vopnin og brúa bilið. Þannig
bentu Zwirner og Zwirner (1936) á, að rannsóknir og mælingar væri
því aðeins hægt að gera af skynsemi, ef til grundvallar lægju málvísinda-
leg hugtök. Það yrði að taka hugtök málfræðinnar sem gefna staðreynd,
sem tækjahljóðfræðin yrði síðan að byggja á. Algjörlega fjarstætt og
fjarstæðukennt væri að ætla sér að skilgreina málfræðileg hugtök á
eðlisfræðilegum grundvelli eða á grundvelli mælinga. Svipaða skoðun
lét Louis Hjelmslev í ljós, er hann skrifar: „Da die Substanz nie mit
der Form zusammenhángt, kann auch die Lautsubstanz nicht not-
wendig mit der Sprache zusammenhángen. Dass die Laute die ver-
breiteste Ausdruckssubstanz ausmachen, hángt von der Natur des
Menschen ab, nicht von der Natur der Sprache. ... Nur durch die
Substanz kann die Form manifestiert werden; ohne die Substanzen
wíirde die Sprache keine Daseinsmöglichkeiten in der menschlichen
Gesellschaft haben“ (Hjelmslev 1968a:119).