Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 168
166
Magnús Pétursson
all: it is merly the fortuitous medium that carries information about
the speaker’s utterance to the hearer. Its status within the speech pro-
cess is analogous to that of the light-waves in relation to writing —
the optical phase of the graphic process. No one has suggested that the
best basis for the study of writing is the optical phase“ (Catford 1977:
10).
Flestir hljóðfræðingar myndu sennilega hafna samanburðinum við
Ijósbylgjumar og benda á, að augun geri ekki annað en skynja þær, en
talfærin inni hins vegar af hendi hreyfingar til að mynda hljóðbylgjur
með vissum einkennum. Því séu hljóðbylgjumar raunvemlega hluti
mannlegs máls og hljóti að vera viðfangsefni hljóðfræðinnar, þar eð
talfærin geti ekki myndað hljóðbylgjur nema með vissum einkennum
(þótt raunar séu þessir möguleikar ótrúlega miklir) og aðeins slíkar
hljóðbylgjur séu notaðar í mannlegu máli.
í þessu sambandi er nauðsynlegt að koma aftur að hlutverki eyrans.
Rousselot (1897-1908) lagði sérstaka áherzlu á, að eyrað væri
ónákvæmt og gæti ekki skynjað öll atriði, sem fram koma við myndun
málhljóðanna. Þess vegna væm aðferðir tækjahljóðfræðinnar nákvæm-
ari og auk þess óhlutdrægar. Slík röksemdafærsla er í hæsta máta vafa-
söm. Ekki heymm við betur, þótt við skráum talið með tækjum, og slík
skráning segir ekkert um tungumálið, sem þetta ákveðna tal tilheyrir.
Þetta kann að virðast nokkuð sterkt til orða tekið, en þó er það stað-
reynd, að með því einu að sjá skráðar hljóðbylgjur getur enginn —
jafnvel ekki æfðasti hljóðfræðingur — sagt, hvaða tungumál sé þar
skráð. Hann verður að vita, hvaða texti hefur verið skráður, til að geta
túlkað það, sem tækin hafa skráð, af nokkurri nákvæmni. Tæki eins og
hljóðrófsritinn t. d. búa til hljóðróf af hljóðbylgjum talaðs máls, en þó
ekki eins og það raunvemlega er, því að tækið hefur innbyggða magn-
ara, sem ofan 1000 Hz magna hver frekari 1000 Hz um 7 dB. Því er
hrein fjarstæða, ef haldið er fram, að þar sé fyrir hendi nákvæmari mynd
af hljóðinu en hjá mannlegu eyra. Það sem hljóðrófsritinn og önnur
hljóðskráningartæki hafa fram yfir mannlegt eyra, er að geta haldið
mynd hljóðsins fastri, svo að unnt sé að mæla hana eða heyra eins oft
og ástæða þykir til. Talað hljóð er hins vegar horfið á sekúndubroti og
það verður aldrei unnt að endurtaka það í nákvæmlega sama formi. Ef
til er nákvæmt, raunvemlegt og óbrenglað hljóð, getur það ekki verið
hljóð, sem skráð er með einhverjum tækjum, hversu góð og dýr, sem