Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 170
168
Magnús Pétursson
3. Við heyrum aðgreinandi eða deilið, eins og það er kallað. Eðlis-
fræðileg fyrirbæri í tali eru samfelld, en samt heyrum við ekki sam-
felld fyrirbæri eða ósundurgreinanlegan straum, þegar við hlustum
á talað mál, sem við skiljum, heldur aðgreindar, skýrt afmarkaðar
einingar. Þetta er kallað að heyra deilið — við deilum eða skiptum
talstraumnum í einingar. Deilnir þættir eru síaðir út úr hljóðbylgj-
unum og flokkaðir, þannig að þeir gegna ákveðnu hlutverki í því sem
kalla má „hringrás hins talaða orðs“ (sjá Magnús Pétursson 1976:
13-14). Deilið getur aðeins verið það, sem unnt er að stjóma á sjálf-
ráðan hátt með hreyfingum talfæranna. Við getum því sagt, að
skynjun tals byggist á aðgreinanlegum einingum — fónemum — sem
ekki eru til sem slíkar í hljóðbylgjunum. Þær em einungis til í
skynjun okkar, sem skapar þær á grundvelli málkerfisins. Af þessu
leiðir, að aðeins vissir hlutar af hljóðbylgjunum skipta raunveralegu
máli fyrir talið — þ. e. þeir sem gegna deilnu hlutverki.2
4. Hljóðkerfislegar einingar era aðgreinanlegar með heym einni saman.
Oft getur verið erfitt að ákveða, t. d. í sambandi við hljómfall, hvert
hlutverk aðgreinanlegar, heyranlega ólíkar, hljómfallssveiflur hafi,
en það breytir engu þar um, að engin eining getur verið virk í töluðu
máli, ef hún er ekki aðgreinanleg með heym einni saman og heyran-
lega ólík öðram einingum — a. m. k. næstu grannhljóðum — innan
sama málkerfis.
Eins og flestum er væntanlega ljóst, era tungumál í eðli sínu talmál.
Útdauð tungumál, sem við getum ekki heyrt, vegna þess að enginn talar
þau lengur, en sem við getum lesið, því að þau hafa varðveitzt rituð á
ýmsan hátt, era einnig í eðli sínu talmál. Þau era einungis þess vegna
tungumál, að þau vora einu sinni talmál og töluð af lifandi einstakling-
um. Hlutverk málfræðingsins er að athuga, hvernig mál eru raunvera-
lega töluð. Staðreynd er, að mál halda áfram að vera töluð, þótt enginn
málfræðingur fylgist með, hvemig þau era töluð. í ströngustu merkingu
heyrir málfræðingurinn ekki mál, heldur aðeins einstaklinga, sem tala
(Pilch 1973:90). Hann gengur hins vegar út frá því, að einstaklingamir
tali ákveðið mál. Sem athugandi reynir hann að standa utan við og
2 Þetta merkir þó ekki að aðrir þættir, sem þekkjast undir samheitinu umfremi
hafi enga þýðingu. Þeir eru hluti hins eðlilega í mannlegu máli og geta auk þess
undir vissum kringumstæðum yfirtekið hlutverk deiliþátta.