Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Síða 171
Hugleiðingar um samband málfrœði og hljóðfrœði 169
fylgjast með, hvemig einstaklingarnir tala, en forðast að fella dóm um
það, hvemig þeir eigi að tala. Af þessu verður ljóst, að viðfangsefni
málvísindanna, tungumálið, er aðeins til í mynd ákveðinna tungumála.
f*essi tungumál em að sínu leyti aðeins til sem raunvemleg mál í huga
talandi og hugsandi einstaklinga.
Mikilvægt er að hafa þetta í huga, þegar dæma skal um gildi hljóð-
fræðilegra rannsókna, sem unnar em með aðferðum tækjahljóðfræð-
innar. Þeir, sem lesið hafa það, sem á undan hefur farið, kynnu að álíta,
að gildi slíkra rannsókna væri harla lítið. Slíkt væri þó fljótfæmisleg
ályktun. Gildi tækjahljóðfræðilegra rannsókna er ómetanlegt, en aðeins
innan þess ramma, sem þeim hæfir. Sá rammi er ákveðinn af tungu-
málinu, deilnum einingum þess og meðferð þessara eininga í málnotkun
talandi og hlustandi einstaklinga. Af því er augljóst, að engin hljóð-
fræðileg rannsókn er möguleg án þess að þekkja til viðkomandi tungu-
máls. Því betur sem hljóðfræðingurinn þekkir málið, því hæfari er hann
að öllu jöfnu til að rannsaka það. Þetta hefur í reynd verið viðurkennt,
því að varla nokkur hljóðfræðingur leggur út í að rannsaka mál, sem
hann þekkir ekkert til (nema þá með aðstoð annars einstaklings, sem
þekkir til málsins), og beztum árangri ná hljóðfræðingar yfirleitt í rann-
sókn móðurmálsins, sem þeir þekkja vitaskuld bezt. Fjarstætt er þess
vegna, ef haldið er fram, að hljóðfræði geti verið óháð málfræði.
Hvert er þá gildi tækjahljóðfræðilegra rannsókna, ef hið raunverulega
málhljóð er hið skynjaða hljóð, sem fellur inn í kerfi deilinna eininga?
Er þá ekki nægilegt að heyra mál til að lýsa hljóðum þess á fullnægjandi
hátt? Hér er nauðsynlegt að greina milli tveggja atriða. Annars vegar
eru hinar deilnu einingar, sem einungis er hægt að ákvarða með því að
heyra þær og hins vegar þær hreyfingar, sem þessar einingar birtast í í
efnisheiminum, þegar þær eru sendar í gegnum lofthjúpinn frá talanda
til heyranda. í rauninni er hér um tvö ólík svið að ræða, sem ekkert
rökfræðilegt samband er á milli. Við skynjum deilnar einingar, en ekki
hljóðsveiflur. Og hljóðsveiflur eru eðlisfræðilega séð fyrir hendi, hvort
Sem við heyrum þær eða ekki. Sé spumingunni hins vegar snúið við og
ekki lengur spurt, hvað við heyrum, heldur hvaða hreyfingar í efnis-
heiminum liggi til grundvallar því, sem við skynjum, liggur málið dálítið
öðmvísi við. Athyglin beinist nú að þeim eðlis- og líffræðilegu fyrirbær-
um, sem deilnar einingar málsins bregða sér í um stundarsakir. Til þess
a<5 halda þessum stöðugt breytilegu fyrirbæmm föstum, þarf ýmsar