Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 173
Hugleiðingar um samband málfrœði og hljóðfræði 171
Tungumál eru ólík, en málhafar ekki þ. e. a. s. sérhver málhafi getur
lært hvaða tungumál sem er, því að allir hafa sama líffræðilegan grund-
völl til að geta talað og skilið tungumál. Þar af leiðir, að skilgreiningar
á eðlisfræðilegum grundvelli, eins og t. d. hin svokallaða phonette
(Truby 1959)3 eða eftirfarandi skilgreining á því, hvað sérhljóð sé, eru
gjörsamlega gagnslausar, því að þær ganga í rauninni út frá því, að
tungumál séu eingöngu eðlisfræðileg fyrirbæri. Samkvæmt Scripture
(1930/32:30) ber að skilgreina sérhljóð á eftirfarandi hátt: „Bei der
Erzeugung einer Vokalbewegung wirkt eine mit einem Interwall gleich
der Profildauer wiederholte Stosskraft auf ein elastisches System, dessen
Eigenschaften allein die Profilformen bestimmen“. Af skiljanlegum
ástæðum hefur slík vinnuaðferð reynzt gjörsamlega gagnslaus í hljóð-
fræði og menn hafa jafnan gefizt upp við að beita henni. Þó eru slík
vinnubrögð frá eðlisfræðilegu sjónarmiði séð möguleg, en þau stranda á
þeirri einföldu staðreynd, að tungumál eru ólík, þótt hreyfingarnar sem
beitt er við hljóðmyndunina séu eins eða mjög svipaðar hjá einstakling-
um, sem tala gjörólík mál.
Tungumál er myndað af tvíformuðum einingum, sem hafa merkingu
°g hljóðform. Hljóðformið er hægt að skrá, en merkinguna ekki, enda
þótt hljóðform og merking séu órjúfanlega fast tengdar saman. Þetta
verður hljóðfræðingurinn ætíð að hafa hugfast. Hann verður að haga
viðfangsefni rannsóknar sinnar þannig, að það sé hluti af kerfi málsins.
Það merkir, að hann verður að leita eftir hlutverki þeirra atriða, sem
hann rannsakar í viðkomandi málkerfi. Án þess að athuga slíkt hlutverk
er tilgangslaust að stunda hljóðfræðilega rannsókn. Hljóðleg fyrirbæri
eru heyranleg og aðgreinanleg, vegna þess að þau gegna ákveðnu hlut-
verki í málinu. Hlutverk er sá kjami, sem allar hljóðfræðilegar greinar
vefjast og bindast um og gegnum hugtakið hlutverk, sem er órjúfanlega
tengt tungumálinu sem tæki mannlegra tjáskipta, tengjast þær málfræði,
bæði hljóðkerfisfræði og öðrum málvísindalegum greinum. Ekki er hér
emgöngu átt við hlutverk í merkingu hljóðkerfisfræðinnar sem deili-
hlutverk. Hér er átt við hlutverk í víðustu merkingu eins og t. d. að tjá
afbrigði stíls, tilfinningar (gremju, reiði, ánægju, gleði, sorg o. fl.) eða
3 Phonette er hugtak sem á við eðlisfræðilega greinanleg fyrirbæri í talstraumn-
Urn> t. d. sýnilegar breytingar í hljóðrófi. Því geta margar „phoncttur“ verið innan
sama hljóðs. Þeta hugtak, sem lítur vel út í fljótu bragði, hefur reynst gagnslítið,
Því að tungumál er miklu meira en hinn eðlisfræðilegi raunveruleiki einn saman.