Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 212
210
Janez Oresnik
Danske Videnskabernes Selskab. Historisk-filologiske Meddelelser, XIX, 4.
Levin & Munksgaard, K0benhavn.
Guðbrandur Vigfússon. 1857. Um stafrof og hneigíngar. Ný félagsrit gefin út af
nokkrum íslend'mgum 17.
Hovdhaugen, Even (ed.). 1980. The Nordic Languages and Modern Linguistics
[4]. Universitetsforlaget, Oslo.
Höskuldur Thráinsson. 1980. Sonorant Devoicing at Lake Mývatn: A Change in
Progress. In E. Hovdhaugen (ed.):355-364.
Jón Þorkelsson. 1888-94. Beyging sterkra sagnorða í íslensku. Reykjavík.
Noreen, Adolf. 1923. Altislandische und altnorwegische Grammatik (Laut- und
Flexionslehre) unter Beriicksichtigung des Urnordischen. 4th edition. Max
Niemeyer, Halle (Saale).
Oresnik, Janez. 1980. On the Modern Icelandic Clipped Imperative. In E. Hovd-
haugen (ed.):305-314.
Scherer, Wilhelm. 1878. Zur Geschichte der deutschen Sprache. 2nd edition. Weid-
mann, Berlin.
Sievers, Eduard. 1951. Altenglische Grammatik. 2nd edition of the adaptation by
Karl Brunner. Max Niemeyer, Halle (Saale).
Zachariasen, Ulf. 1977. Eitt sindur um ljóðyvirflyting í f0royskum. Fróðskaparrit
25:101-04.
ÚTDRÁTTUR
r •
I þessari ritgerð gerir höfundur greinarmun á löngum og stuttum orðmyndum í
2. p. sagna. Löngu myndirnar enda á viðskeyttu fornafni 2. p. þú (t. d. krefurðu
af krefja), stuttu myndirnar ekki (sbr. krefur). Sumar einkvæðar stuttar myndir
hafa bætt við sig tannhljóði, t. d. lest af lesa, ferð af fara, fcerð af fá. Þessi viðbót
var þriðja og síðasta stig þeirrar þróunar sem sýnd er í (3) hér að framan, þ. e. á
fyrsta og öðru stigi enda stuttu myndirnar ekki á tannhljóði en því hefur verið
bætt við á þriðja stiginu.
Þessi tannhljóðsviðbót (-f eða -8) á rót sína að rekja til samsvarandi langra
mynda í 2. p. et. nt. fh., svo sem lestu, ferðu, fœrðu, en þær hafa verið stýfðar
þannig að útkoman verður lest, ferð, fœrð. Fyrirmyndin að þessari stýfingu var
sótt til 2. p. et. nt. fh. af núþálegum sögnum, sögnunum vera og vilja, og til langra
og stuttra mynda í 2. p. e. þt. fh. af sterkum sögnum. í þessum tilvikum enduðu
löngu tvíkvæðu myndirnar á -tu og stuttu einkvæðu myndirnar á -t, sbr. skaltu,
skalt; viltu, vilt; ertu, ert; tók(s)tu, tók(s)t. Slík pör voru túlkuð þannig að langa
myndin varð eins konar grunnform og stutta myndin leidd af henni á þann hátt
að u var stýft af. Þessi stýfing breiddist fyrst út til allra tvíkvæðra langra mynda
í 2. p. et. nt. fh. sem enduðu á -tu (nema vextu af vaxa) og af því leiddi myndir
eins og lest af lestu. Nokkru síðar breiddist þessi stýfing út til allra tvíkvæðra
langra mynda í 2. p. et. nt. fh. sem enduðu á -Öu og upp komu myndir eins og ferð
af ferðu og fœrð af fœrðu.