Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Side 216
214
Stefán Karlsson
Ljóst er að blóðkýlarnir er skammaryrði, en ekki liggur í augum uppi
hvernig orð með merkinguna ‘blóðpoki’ hefði verið hugsað í því hlut-
verki. Að vísu mætti ímynda sér að -kýll merkti hér ‘magi’, sbr. t. a. m.
byggvömb og e. t. v. vínbelgr, en á hinn bóginn er vafasamt að þær
vammir sem felast í skammaryrðinu séu eins almenns eðlis og skýringar
orðabóka gefa tilefni til að ætla. Enda þótt blóðkýlarnir virðist við fyrstu
sýn eiga bæði við Dani og Svía, er hugsanlegt að orðið eigi við Svía eina,
og sé svo, er einsýnt að sá sem festi það á blað er að bregða Svíum um
heiðindóm. Orðið skírskotar til þeirra ummæla um Svía sem Ólafi kon-
ungi eru lögð í munn áður en Svöldrarorusta hefst:
Auðveldra ok blíðara mun Svíum þykkja at sitja heima ok sleikja
blótbolla sína en ganga á Orminn í dag undir vápn yður, ok væntir
mik at vér þurfim ekki at óttaz Svía, hrossæturnar (ÓlTrEA II:
262-3).
Sé að því hugað hvernig orðinu blóðkýlarnir var snarað í þýðingum
Fornmanna sagna á dönsku og latínu, kemur í ljós að C. C. Rafn hefur
þýtt það „Blodsække“ (OnS II: 280), en Sveinbjörn Egilsson „sangvi-
lurcones“ (Shl II: 309). Þýðingin hjá Rafn er í samræmi við það sem
í orðabókum var síðar talið vera eiginleg merking orðsins blóðkýll, en
þýðing Sveinbjamar bendir til þess að hann hafi litið á orðið sem ger-
andnafn.3
Sögnin kýla er /a-sögn. Við því væri að búast að gerandnafn af henni
myndað væri /u-stofn, þ. e. a. s. kýlir, sbr. t. a. m. fellir, hirðir, skelfir
og sprengir, og það orð sem aðeins er kunnugt í nefnifalli fleirtölu sem
blóðkýlar getur engu síður verið blóðkýlir en blóðkýll í nefnifalli ein-
tölu.
Sé litið á samsett orð sem hafa fyrmefnd gerandnöfn að síðari lið,
kemur í Ijós að fyrri liður er ýmist eignarfallsmynd eða stofn orðs sem
sögn samstofna gerandnafninu getur haft að andlagi, sbr. t. a. m. fjár-
hirðir og féhirðir\ blóðkýlir fellur í síðamefnda flokkinn.
Dæmi fommálsorðabóka um notkun sagnarinnar kýla era öll tengd
drykkju, en engin áti, þannig að orðasambandið kýla blóð fengi prýði-
lega staðist (sbr. kýla öl (Fritzner 1883-96)), enda þótt um það séu ekki
kunn dæmi.
3 Nafnorðið lurco, ‘gráðugur maður, átvagl’, samsvarar sögninni lurcare
(lurcari) ‘gleypa, svelgja’.