Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Page 217
Blóðkýlar
215
Gerandnafn líkt blóðkýlir að merkingu er blóðdrekkr, sem orðabækur
hafa eitt dæmi um í Hálfdanar sögu Brönufóstra:
Brana svarar: hvorki er ek blóðdrekkr, né mannæta (FasN III: 573).
Gerandnafnið -drekkr er a-stofn eða z'-stofn, enda er það dregið af
sterku sögninni drekka en ekki af /a-sögninni drekkja.
Um nafnorðið vínbelgr, sem nefnt var hér að framan sem hugsanleg
hliðstæða orðsins blóðkýll, vísa orðabækur aðeins til eins dæmis í fomu
máli:
Varð þá Grikkjakonungr reiðr mjök hermönnum sínum. Þeir
svömðu honum, báðu hann taka til Væringja, vínbelgja sinna
(ÓIHJH: 634; stafsetning samræmd hér).
Nefnifall eintölu af þessu orði gæti allt að einu verið vínbelgir (sem
engin dæmi em um í orðabókum), gerandnafn af sögninni belgja. í
seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands era engin dæmi um vínbelgur
(og reyndar heldur ekki vínbelgir) í merkingunni ‘vínsvelgur’, en orðið
vínsvelgur (sem ekki em kunn dæmi um í fornu máli) hefur hins vegar
verið algengt í íslensku a. m. k. allar götur frá siðaskiptum, og það orð
er greinilegt gerandnafn.
Niðurstaða þessarar litlu athugunar er sú, að hæpið sé að til hafi verið
nafnorðið blóðkýll, ‘blóðpoki’, með yfirfærða merkingu ‘blóðsuga’, og
jafnframt sé óvíst að nafnorðið vínbelgr hafi verið til í yfirfærðu merk-
ingunni ‘vínsvelgur’, Líklegra er að til hafi verið nafnorðin blóðkýlir og
vínbelgir, hvorttveggja gerandnafn og notað í eiginlegri merkingu.
Ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart þeim uppflettiorðum orða-
bóka, sem ekki em varðveittar orðmyndir, heldur ályktunarmyndir
málfræðinga á grandvelli annara beygingarmynda. Varðveittar myndir
sjaldgæfra nafnorða geta gefið tilefni til fleiri ályktunarkosta varðandi
beygingu þeirra.
Stofnun Arna Magníissonar,
Reykjavík